Erfið ár eftir brotthvarf Heimis Hallgríms: Þjálfararnir koma og fara í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 13:30 Heimir Hallgrímsson. Getty/Elsa Eyjamenn hafa enn á ný þurft að skipta um þjálfara karlaliðsins síns en knattspyrnuráð ÍBV og Pedro Hipolito komust í gær að samkomulagi um að ljúka samstarfi sínu. Eyjamenn hafa því farið í gegnum tólf mismunandi þjálfara á aðeins sjö og hálfu tímabili síðan þeir misstu Eyjamanninn sem hefur náð lengst í þjálfarastarfinu. Portúgalinn Pedro Hipolito var á sínu fyrsta tímabili með Eyjaliðið en hann tók við því af Kristjáni Guðmundssyni í vetur. ÍBV liðið náði aðeins fimm stigum í tíu leikjum sínum undir stjórn Hipolito í Pepsi Max deildinni. Hipolito yfirgefur ÍBV-liðið í botnsæti deildarinnar, fimm stigum frá öruggi sæti. Liðin sem eru í síðustu öruggu sætunum eiga enn fremur leik inni á ÍBV sem gerir slæma stöðu Eyjamanna enn verri.Hermann Hreiðarsson þjálfarði ÍBV liðið sumarið 2013.Vísir/DaníelHeimir Hallgrímsson, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar, þjálfaði ÍBV-liðið í fimm ár eða frá 2006 til 2011. Hann hætti hjá ÍBV eftir 2011 tímabilið og gerðist aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck hjá íslenska landsliðinu. Heimir Hallgrímsson kom ÍBV aftur upp í deild þeirra bestu sumarið 2008 og undir hans stjórn varð liðið tvisvar í þriðja sæti deildarinnar. Það þekkja allir ævintýri íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis og Lars en síðan þá hafa margir sest í þjálfarsæti ÍBV-liðsins og flestir í bara stuttan tíma.Kristján Guðmundsson vann Heimi Guðjónsson í úrslitaleik bikarkeppninnar.Vísir/VilhelmKristján Guðmundsson varð í fyrra fyrsti þjálfarinn til að þjálfa ÍBV-liðið tvo sumur í röð síðan að Heimir hætti. ÍBV varð bikarmeistari fyrra árið sitt undir stjórn Kristjáns. Á fjórum af átta tímabilum síðan að Heimir hætti hafa Eyjamenn skipt um þjálfara á miðju tímabili. Það gerðist einnig sumurin 2012, 2015 og 2016 Ian Jeffs mun taka yfir þjálfun meistaraflokks ÍBV til að byrja með en hann tók einni við liðinu ásamt Alfreð Jóhannssyni í lok 2016 tímabilsins. Alls hafa tólf menn þjálfað ÍBV-liðið þessi undanfarin átta tímabil og þetta er orðinn myndarlegur listi eins og sjá má hér fyrir neðan. Fái Ian Jeffs ekki að klára þetta tímabil verða þjálfararnir orðnir þrettán áður en tímabilið klárast.Pedro Hipolito eftir leik á KR-vellinum.vísir/báraÞjálfarar ÍBV-liðsins síðan að Heimir Hallgrímsson hætti 2011: 2012 - Magnús Gylfason (19 leikir) 2012 - Dragan Kazic (3 leikir) 2013 - Hermann Hreiðarsson (22 leikir) 2014 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson (22 leikir) 2015 - Jóhannes Harðarson (10 leikir) 2015 - Ingi Sigurðsson (2 leikir) 2015 - Ásmundur Arnarsson (10 leikir) 2016 - Bjarni Jóhannsson (15 leikir) 2016 - Ian Jeffs og Alfreð Jóhannsson (7 leikir) 2017 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2018 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2019 - Pedro Hipolito (22 leikir) 2019 - Ian Jeffs (??)Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem þjálfari ÍBV.Vísir/VilhelmMagnús Gylfason með aðstoðarmanni sínum Dragan Kazic sem síðan tók við af honum undir lok tímabilsins.Mynd/StefánJóhannes Harðarson stýrði ÍBV liðinu í hálf tímabil.vísir/vilhelmBjarni Jóhannsson fór aftur út í Eyjar en náði ekki að klára tímabilið með ÍBV.vísir/hanna Pepsi Max-deild karla Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Eyjamenn hafa enn á ný þurft að skipta um þjálfara karlaliðsins síns en knattspyrnuráð ÍBV og Pedro Hipolito komust í gær að samkomulagi um að ljúka samstarfi sínu. Eyjamenn hafa því farið í gegnum tólf mismunandi þjálfara á aðeins sjö og hálfu tímabili síðan þeir misstu Eyjamanninn sem hefur náð lengst í þjálfarastarfinu. Portúgalinn Pedro Hipolito var á sínu fyrsta tímabili með Eyjaliðið en hann tók við því af Kristjáni Guðmundssyni í vetur. ÍBV liðið náði aðeins fimm stigum í tíu leikjum sínum undir stjórn Hipolito í Pepsi Max deildinni. Hipolito yfirgefur ÍBV-liðið í botnsæti deildarinnar, fimm stigum frá öruggi sæti. Liðin sem eru í síðustu öruggu sætunum eiga enn fremur leik inni á ÍBV sem gerir slæma stöðu Eyjamanna enn verri.Hermann Hreiðarsson þjálfarði ÍBV liðið sumarið 2013.Vísir/DaníelHeimir Hallgrímsson, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar, þjálfaði ÍBV-liðið í fimm ár eða frá 2006 til 2011. Hann hætti hjá ÍBV eftir 2011 tímabilið og gerðist aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck hjá íslenska landsliðinu. Heimir Hallgrímsson kom ÍBV aftur upp í deild þeirra bestu sumarið 2008 og undir hans stjórn varð liðið tvisvar í þriðja sæti deildarinnar. Það þekkja allir ævintýri íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis og Lars en síðan þá hafa margir sest í þjálfarsæti ÍBV-liðsins og flestir í bara stuttan tíma.Kristján Guðmundsson vann Heimi Guðjónsson í úrslitaleik bikarkeppninnar.Vísir/VilhelmKristján Guðmundsson varð í fyrra fyrsti þjálfarinn til að þjálfa ÍBV-liðið tvo sumur í röð síðan að Heimir hætti. ÍBV varð bikarmeistari fyrra árið sitt undir stjórn Kristjáns. Á fjórum af átta tímabilum síðan að Heimir hætti hafa Eyjamenn skipt um þjálfara á miðju tímabili. Það gerðist einnig sumurin 2012, 2015 og 2016 Ian Jeffs mun taka yfir þjálfun meistaraflokks ÍBV til að byrja með en hann tók einni við liðinu ásamt Alfreð Jóhannssyni í lok 2016 tímabilsins. Alls hafa tólf menn þjálfað ÍBV-liðið þessi undanfarin átta tímabil og þetta er orðinn myndarlegur listi eins og sjá má hér fyrir neðan. Fái Ian Jeffs ekki að klára þetta tímabil verða þjálfararnir orðnir þrettán áður en tímabilið klárast.Pedro Hipolito eftir leik á KR-vellinum.vísir/báraÞjálfarar ÍBV-liðsins síðan að Heimir Hallgrímsson hætti 2011: 2012 - Magnús Gylfason (19 leikir) 2012 - Dragan Kazic (3 leikir) 2013 - Hermann Hreiðarsson (22 leikir) 2014 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson (22 leikir) 2015 - Jóhannes Harðarson (10 leikir) 2015 - Ingi Sigurðsson (2 leikir) 2015 - Ásmundur Arnarsson (10 leikir) 2016 - Bjarni Jóhannsson (15 leikir) 2016 - Ian Jeffs og Alfreð Jóhannsson (7 leikir) 2017 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2018 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2019 - Pedro Hipolito (22 leikir) 2019 - Ian Jeffs (??)Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem þjálfari ÍBV.Vísir/VilhelmMagnús Gylfason með aðstoðarmanni sínum Dragan Kazic sem síðan tók við af honum undir lok tímabilsins.Mynd/StefánJóhannes Harðarson stýrði ÍBV liðinu í hálf tímabil.vísir/vilhelmBjarni Jóhannsson fór aftur út í Eyjar en náði ekki að klára tímabilið með ÍBV.vísir/hanna
Pepsi Max-deild karla Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira