Íslenski boltinn

Hipolito hættur hjá ÍBV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pedro Hipolito er hættur sem þjálfari ÍBV.
Pedro Hipolito er hættur sem þjálfari ÍBV. vísir/bára

Pedro Hipolito starfar ekki lengur sem þjálfari ÍBV í Pepsi Max-deild karla en ÍBV tilkynnti í kvöld að samkomulag hefði náðst um að aðilar myndu ljúka samstarfi.

Hipolito tók við ÍBV fyrir núverandi tímabil en það situr nú í neðsta sæti deildarinnar að loknum tíu leikjum eftir þrjá tapleiki í röð, síðast gegn Stjörnunni á Hásteinsvelli í dag.

Þar að auki féll ÍBV úr leik í fjórðungsúrslitum Mjólkurbikarsins í vikunni, 3-2 gegn Víkingi þrátt fyrir að hafa náð 2-0 forystu í leiknum. ÍBV hefur aðeins unnið einn leik í Pepsi Max-deild karla á tímabilinu; 3-2 sigur á þáverandi toppliði ÍA þann 2. júní.

Hipolito kom hingað til lands fyrst árið 2017 og tók þá við Fram. Þar starfaði hann í tvö tímabil.

ÍBV fékk fyrr í mánuðinum Gary Martin til liðs við félagið eftir skamma dvöl hjá Val. Hann fær hins vegar ekki leikheimild með Eyjamönnum fyrr en eftir helgi. Næsti leikur Eyjamanna verður gegn KR í Vestmannaeyjum á laugardag klukkan 16.00.

Hér má lesa tilkynninguna frá ÍBV:

„Knattspyrnuráð ÍBV og Pedro Hipolito hafa komist að samkomulagi um að ljúka samstarfi. ÍBV þakkar Pedro fyrir það það mikla og óeigingjarna starf sem hann lagði á sig og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Fyrst um sinn mun Ian Jeffs taka yfir þjálfun meistaraflokks ÍBV.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.