Enski boltinn

Bayern hefur áhuga á Trippier

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Trippier í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðasta vor.
Trippier í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðasta vor. vísir/getty

Kieran Trippier, leikmaður Tottenham, er á óskalista Bayern München. Sky Sports greinir frá.

Þýsku meistararnir hafa styrkt vörn sína í sumar með frönsku heimsmeisturunum Lucas Hernández og Benjamin Pavard og vilja bæta Trippier í þann hóp.

Trippier er hugsaður sem varamaður fyrir Joshua Kimmich sem hefur leikið sem hægri bakvörður hjá Bayern síðan Philipp Lahm lagði skóna á hilluna.

Tottenham er tilbúið að selja Trippier sem náði sér ekki á strik á síðasta tímabili.

Auk Bayern hafa Atlético Madrid og Juventus áhuga á enska bakverðinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.