Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2019 16:56 Lögmenn Epstein óskuðu eftir því að hann yrði settur í stofufangelsi, og fengi að fara heim í 77 milljón dollara stórhýsi sitt. Vísir/AP Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein, sem ákærður hefur verið fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu að sinni. Þetta er niðurstaða dómara í New York. Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. Saksóknarar í málinu segja að Epstein sé hættulegur umhverfi sínu og telja hættu á að hann reyni að flýja land ef honum verður sleppt út áður en réttarhöld hefjast í málinu. Af þeim sökum kröfðust þeir þess að Epstein yrði áfram í haldi fram að réttarhöldunum. Saksóknararnir segja jafnframt að fleiri konur hafi haft samband við þá á síðustu dögum og sakað Epstein um að hafa misnotað sig þegar þær voru undir lögaldri. Einnig hefur verið greint frá því að staflar af peningaseðlum, tugir demanta og útrunnið falsað vegabréf hafi fundist í húsleit á heimili hans eftir handtökuna þann 6. júlí síðastliðinn. Lögmenn Epstein segja að hann hafi ekki brotið af sér eftir að hann játaði aðild sína að mansali ólögráða barns árið 2008, og að alríkisyfirvöld séu að svíkja tólf ára samkomulag þar sem þau féllust á að ákæra hann ekki fyrir slík brot. Lögmennirnir segjast ætla að óska eftir því að málinu verði vísað frá dómi og að Epstein verði settur í stofufangelsi með rafrænu eftirliti fram að því að réttarhöld hefjast. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35 Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein, sem ákærður hefur verið fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu að sinni. Þetta er niðurstaða dómara í New York. Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. Saksóknarar í málinu segja að Epstein sé hættulegur umhverfi sínu og telja hættu á að hann reyni að flýja land ef honum verður sleppt út áður en réttarhöld hefjast í málinu. Af þeim sökum kröfðust þeir þess að Epstein yrði áfram í haldi fram að réttarhöldunum. Saksóknararnir segja jafnframt að fleiri konur hafi haft samband við þá á síðustu dögum og sakað Epstein um að hafa misnotað sig þegar þær voru undir lögaldri. Einnig hefur verið greint frá því að staflar af peningaseðlum, tugir demanta og útrunnið falsað vegabréf hafi fundist í húsleit á heimili hans eftir handtökuna þann 6. júlí síðastliðinn. Lögmenn Epstein segja að hann hafi ekki brotið af sér eftir að hann játaði aðild sína að mansali ólögráða barns árið 2008, og að alríkisyfirvöld séu að svíkja tólf ára samkomulag þar sem þau féllust á að ákæra hann ekki fyrir slík brot. Lögmennirnir segjast ætla að óska eftir því að málinu verði vísað frá dómi og að Epstein verði settur í stofufangelsi með rafrænu eftirliti fram að því að réttarhöld hefjast.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35 Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35
Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55
Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32
Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16