Erlent

Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal

Eiður Þór Árnason skrifar
Gert er ráð fyrir því að Epstein fari fyrir alríkisrétt í New York á morgun.
Gert er ráð fyrir því að Epstein fari fyrir alríkisrétt í New York á morgun. Getty/Antonprado - Rick Friedman

Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein var handtekinn á flugvelli í New Jersey í gær og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum.

Ákæran sem um ræðir er talin ná til meintra mansalsbrota á árunum 2002 og 2005, samkvæmt upplýsingum CNN. Samkvæmt heimildarmönnum miðilsins The Daily Beast innan lögreglunnar var Epstein handtekinn fyrir meint mansal á tugum ungmenna.

Epstein, sem er 66 ára gamall og áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum, slapp við svipaða alríkiskæru á árunum 2007 og 2008 eftir að hafa náð umdeildu samkomulagi við alríkissaksóknara í Miami, Flórída. Samkomulagið fól í sér að Epstein gekkst við tveimur minni brotum á lögum Flórídaríkis og sat inni í þrettán mánuði.

Í staðinn drógu saksóknarar alríkisákærur sínar til baka sem hefðu getað lengt fangelsisdóm hans. Samkomulagið er talið hafa leitt til þess að bandaríska alríkislögreglan FBI stöðvaði rannsókn sína á meintum brotum Epstein. Á meðan fangelsisdvöl hans stóð var honum leyft að fara út sex daga vikunnar til þess að fá að vinna á skrifstofu sinni.

Meira en áratugur er síðan Epstein komst fyrst í fjölmiðla vegna ásakana þess efnis að hann hafi borgað tugum stúlkna, allt niður í 14 til 15 ára aldur, fyrir að senda sér kynferðisleg skilaboð.

Gert er ráð fyrir því að Epstein fari fyrir alríkisrétt í New York á morgun.


Tengdar fréttir

Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum

Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.