Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2019 13:08 Gert er ráð fyrir því að Epstein fari fyrir alríkisrétt í New York á morgun. Getty/Antonprado - Rick Friedman Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein var handtekinn á flugvelli í New Jersey í gær og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ákæran sem um ræðir er talin ná til meintra mansalsbrota á árunum 2002 og 2005, samkvæmt upplýsingum CNN. Samkvæmt heimildarmönnum miðilsins The Daily Beast innan lögreglunnar var Epstein handtekinn fyrir meint mansal á tugum ungmenna. Epstein, sem er 66 ára gamall og áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum, slapp við svipaða alríkiskæru á árunum 2007 og 2008 eftir að hafa náð umdeildu samkomulagi við alríkissaksóknara í Miami, Flórída. Samkomulagið fól í sér að Epstein gekkst við tveimur minni brotum á lögum Flórídaríkis og sat inni í þrettán mánuði. Í staðinn drógu saksóknarar alríkisákærur sínar til baka sem hefðu getað lengt fangelsisdóm hans. Samkomulagið er talið hafa leitt til þess að bandaríska alríkislögreglan FBI stöðvaði rannsókn sína á meintum brotum Epstein. Á meðan fangelsisdvöl hans stóð var honum leyft að fara út sex daga vikunnar til þess að fá að vinna á skrifstofu sinni. Meira en áratugur er síðan Epstein komst fyrst í fjölmiðla vegna ásakana þess efnis að hann hafi borgað tugum stúlkna, allt niður í 14 til 15 ára aldur, fyrir að senda sér kynferðisleg skilaboð. Gert er ráð fyrir því að Epstein fari fyrir alríkisrétt í New York á morgun. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sagður hafa gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna Raymond Rodio III er ákærður í alls tólf liðum fyrir mansal og að stuðla að vændi. 25. apríl 2019 23:01 Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein var handtekinn á flugvelli í New Jersey í gær og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ákæran sem um ræðir er talin ná til meintra mansalsbrota á árunum 2002 og 2005, samkvæmt upplýsingum CNN. Samkvæmt heimildarmönnum miðilsins The Daily Beast innan lögreglunnar var Epstein handtekinn fyrir meint mansal á tugum ungmenna. Epstein, sem er 66 ára gamall og áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum, slapp við svipaða alríkiskæru á árunum 2007 og 2008 eftir að hafa náð umdeildu samkomulagi við alríkissaksóknara í Miami, Flórída. Samkomulagið fól í sér að Epstein gekkst við tveimur minni brotum á lögum Flórídaríkis og sat inni í þrettán mánuði. Í staðinn drógu saksóknarar alríkisákærur sínar til baka sem hefðu getað lengt fangelsisdóm hans. Samkomulagið er talið hafa leitt til þess að bandaríska alríkislögreglan FBI stöðvaði rannsókn sína á meintum brotum Epstein. Á meðan fangelsisdvöl hans stóð var honum leyft að fara út sex daga vikunnar til þess að fá að vinna á skrifstofu sinni. Meira en áratugur er síðan Epstein komst fyrst í fjölmiðla vegna ásakana þess efnis að hann hafi borgað tugum stúlkna, allt niður í 14 til 15 ára aldur, fyrir að senda sér kynferðisleg skilaboð. Gert er ráð fyrir því að Epstein fari fyrir alríkisrétt í New York á morgun.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sagður hafa gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna Raymond Rodio III er ákærður í alls tólf liðum fyrir mansal og að stuðla að vændi. 25. apríl 2019 23:01 Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Sagður hafa gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna Raymond Rodio III er ákærður í alls tólf liðum fyrir mansal og að stuðla að vændi. 25. apríl 2019 23:01
Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45
Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44