Íslenski boltinn

Tveir Eyjamenn og tveir HK-ingar í bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víðir Þorvarðarson verður í banni gegn Fylki á sunnudaginn.
Víðir Þorvarðarson verður í banni gegn Fylki á sunnudaginn. vísir/daníel þór
Botnlið ÍBV og nýliðar HK verða án tveggja leikmanna í næstu umferð Pepsi Max-deildar karla.

Eyjamennirnir Sigurður Arnar Magnússon og Víðir Þorvarðarson voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í gær.

Sigurður Arnar vegna fjögurra áminninga og Víðir vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn FH á laugardaginn. Næsti leikur ÍBV er gegn Fylki í Árbænum á sunnudaginn.

HK-ingarnir Bjarni Gunnarsson og Ásgeir Marteinsson taka út leikbann þegar HK mætir FH í Kórnum á mánudaginn. Bjarni fékk rautt spjald gegn KA á sunnudaginn og Ásgeir sína fjórðu áminningu á tímabilinu.

KA-maðurinn Steinþór Freyr Þorsteinsson, sem fékk rautt spjald í sama leik, tekur út leikbann þegar KA fær ÍA í heimsókn á sunnudaginn.

Þá verður Víkingurinn Erlingur Agnarsson í banni þegar Íslandsmeistarar Vals koma í Víkina á sunnudaginn. Erlingur var rekinn út af í leik Víkings og Fylkis í fyrradag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×