Íslenski boltinn

Tveir Eyjamenn og tveir HK-ingar í bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víðir Þorvarðarson verður í banni gegn Fylki á sunnudaginn.
Víðir Þorvarðarson verður í banni gegn Fylki á sunnudaginn. vísir/daníel þór

Botnlið ÍBV og nýliðar HK verða án tveggja leikmanna í næstu umferð Pepsi Max-deildar karla.

Eyjamennirnir Sigurður Arnar Magnússon og Víðir Þorvarðarson voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í gær.

Sigurður Arnar vegna fjögurra áminninga og Víðir vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn FH á laugardaginn. Næsti leikur ÍBV er gegn Fylki í Árbænum á sunnudaginn.

HK-ingarnir Bjarni Gunnarsson og Ásgeir Marteinsson taka út leikbann þegar HK mætir FH í Kórnum á mánudaginn. Bjarni fékk rautt spjald gegn KA á sunnudaginn og Ásgeir sína fjórðu áminningu á tímabilinu.

KA-maðurinn Steinþór Freyr Þorsteinsson, sem fékk rautt spjald í sama leik, tekur út leikbann þegar KA fær ÍA í heimsókn á sunnudaginn.

Þá verður Víkingurinn Erlingur Agnarsson í banni þegar Íslandsmeistarar Vals koma í Víkina á sunnudaginn. Erlingur var rekinn út af í leik Víkings og Fylkis í fyrradag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.