Enski boltinn

Emery: Viljum fá þekkta og dýra leikmenn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Emery er með lið sitt í æfingaferð um Bandaríkin
Emery er með lið sitt í æfingaferð um Bandaríkin vísir/getty
Helstu markmið Arsenal í sumar eru að ná í mjög dýra leikmenn samkvæmt knattspyrnustjóranum Unai Emery.

Eini leikmaðurinn sem Arsenal hefur fengið til sín í sumar er hinn 18 ára gamli Gabriel Martinelli.

„Okkar markimið er að fá inn þrjá til fjóra leikmenn sem virkilega bæta liðið okkar,“ sagði Emery á blaðamannafundi í Los Angeles þar sem Arsenal mætir Bayern í æfingaleik í nótt.

„Við erum með miklar kröfur og efst í huga okkar er að ná í leikmenn sem eru þekktir og mjög dýrir.“

„Ef við náum þeim ekki þá reynum við að fá næsta nafn á lista, en á listanum eru bara leikmenn sem við teljum bæti liðið okkar.“

Sögusagnir segja Arsenal horfa til Wilfried Zaha hjá Crystal Palace og Kieran Tierney hjá Celtic en samkvæmt fréttum frá Bretlandseyjum hefur kauptilboðum Arsenal í þá báða verið hafnað.

Þá segir Sky að Arsenal sé komið langt í viðræðum við Saint-Etienne um varnarmanninn William Saliba og miðjumann Real Madrid, Dani Ceballos.


Tengdar fréttir

Efast um að Arsenal hafi efni á Zaha

Wilfried Zaha virðist færast fjær möguleikanum á að fara til Arsenal, menn í hans innsta hring efast um að Skytturnar eigi efni á að fá Fílbeinsstrendinginn til sín samkvæmt frétt Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×