Enski boltinn

Celtic hafnar öðru tilboði Arsenal

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kieran Tierney
Kieran Tierney vísir/getty
Skoska stórveldið Celtic hefur hafnað öðru tilboði Arsenal í skoska vinstri bakvörðinn Kieran Tierney að því er heimildir Sky Sports herma.

Tilboðið hljóðaði upp á 25 milljónir punda en áður hafði Celtic hafnað tilboði upp á 15 milljónir punda.

Nýtt tilboð Arsenal hafði fjöldann allan af klásúlum sem þýðir að Celtic hefði ekki fengið allar 25 milljónirnar strax. Er talið að skosku meistararnir sætti sig ekki við það.

Hinn 22 ára gamli Tierney lék aðeins 21 deildarleik á síðustu leiktíð þar sem hann missti af lokaspretti tímabilsins vegna kviðslits sem hann er nú að jafna sig af.

Ítalska úrvalsdeildarliðið Napoli er talið fylgjast grannt með gangi mála hjá Tierney og gæti veitt Arsenal samkeppni um þjónustu kappans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.