Enski boltinn

Efast um að Arsenal hafi efni á Zaha

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Wilfried Zaha er á fullu með landsliði sínu að keppa í Afríkukeppninni um þessar mundir. Fílabeinsströndin mætir Alsír í 8-liða úrslitum í dag.
Wilfried Zaha er á fullu með landsliði sínu að keppa í Afríkukeppninni um þessar mundir. Fílabeinsströndin mætir Alsír í 8-liða úrslitum í dag. vísir/getty

Wilfried Zaha virðist færast fjær möguleikanum á að fara til Arsenal, menn í hans innsta hring efast um að Skytturnar eigi efni á að fá Fílbeinsstrendinginn til sín samkvæmt frétt Sky Sports.

Arsenal vill fá Zaha á Emirates og fyrr í júlímánuði gerði félagið 40 milljón punda boð í hann.

Crystal Palace hafnaði því tilboði enda metur Palace hann á 80 milljónir punda. Þá hefur Palace engan áhuga á því að taka leikmenn frá Arsenal upp í kaupverðið.

Hinn 26 ára Zaha var stuðningsmaður Arsenal í æsku og hann er sagður áhugasamur fyrir því að ganga til liðs við Skytturnar þar sem hann vill spila Evrópuleiki en halda áfram að búa í Lundúnum.

Bróðir Zaha sagði í viðtali á dögunum að þeir bræður vonuðust eftir því að Palace myndi komast að samkomulagi við Arsenal í ljósi alls þess sem Zaha hefur gert fyrir félagið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.