Móðir kennir umdeildu sjónvarpsatriði um sjálfsvíg dóttur sinnar Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2019 11:09 Ástralska leikkonan Katherine Langford fer með hlutverk unglingsstúlkunnar Hönnuh Baker, aðalpersónu þáttanna 13 Reasons Why. Netflix Joyce Deithorn, móðir nítján ára stúlku sem svipti sig lífi sumarið 2017, segir lokaatriði fyrstu seríu sjónvarpsþáttanna 13 Reasons Why hafa orðið til þess að dóttir sín tók þessa afdrifaríku ákvörðun. Mæðgurnar byrjuðu að horfa á þættina saman en hún hafi fljótlega séð að þættirnir hefðu slæm áhrif á dóttur sína. Netflix tilkynnti nú á dögunum að atriðið umdeilda yrði fjarlægt úr þáttunum en það sýnir eina aðalpersónu þáttanna, Hönnuh Baker, svipta sig lífi. Atriðið var harðlega gagnrýnt af mörgum og voru þættirnir sagðir upphefja sjálfsvíg sem lausn við vanlíðan.Sjá einnig: Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Emily Bragg var 19 ára gömul þegar þær mæðgur byrjuðu að horfa á þættina árið 2017. Emily hafði verið að glíma við geðhvarfasýki og aðra geðræna kvilla en hélt áfram að horfa á þættina þrátt fyrir aðvörunarorð móður sinnar. Nokkrum vikum eftir að hún horfði á lokaþáttinn framdi hún sjálfsvíg á sama hátt og aðalpersóna þáttanna. „Ég trúi því innilega að [þátturinn] hafi verið það síðasta sem þurfti til að ýta henni yfir brúnina,“ sagði móðir hennar í samtali við Buzzfeed. Hún segist enn glíma við áfallastreituröskun eftir að hafa komið að dóttur sinni.Fagaðilar höfðu varað við atriðinu Líkt og áður sagði fjalla þættirnir um hina ungu Hönnuh Baker sem fremur sjálfsvíg og skilur eftir sig kassa af upptökum sem eru stílaðar á bekkjarfélaga hennar. Þar gerir hún upp ástæður þess að hún tók ákvörðunina og vöruðu margir við því að þetta fengi ungt fólk til þess að halda að sjálfsvíg væri einhvers konar hefndaraðgerð. Atriðið var harðlega gagnrýnt, bæði af áhorfendum og fagaðilum, og var kallað eftir því að það yrði tekið út á sínum tíma. Joyce segir ákvörðun streymisveitunnar að fjarlægja atriðið vera skýra staðfestingu á því að þeir viðurkenni mistök. Hins vegar sé þetta of lítið og alltof seint. „Ég hugsaði með mér, hversu mikið ætla þeir að gangast við því að þeir beri ábyrgð á fleiri sjálfsvígum?“ Framleiðandi þáttanna svaraði fyrir atriðið þegar þættirnir voru frumsýndir og sagði sína tilfinningu vera þá að það væri mikilvægt að ungt fólk sæi að það sem þau væru að upplifa væri ekki einsdæmi. Þau væru ekki ein í því að líða illa. Einn handritshöfunda þáttanna steig einnig fram og sagði þættina vera tækifæri til þess að afsanna þær mýtur að sjálfsvíg væru friðsæl endalok og sýna áhorfendum hvernig þau litu í raun og veru út. „Þetta eyðilagði fjölskyldu mína og við erum enn að púsla lífi okkar saman. Þau höfðu heyrt frá læknum sem höfðu heyrt af hættunum og voru varaðir við áður en þættirnir voru sýndir, hvers vegna myndu þeira sýna þetta?“ spyr Joyce.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42 Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að fjarlæga atriði úr unglinga-dramaþáttunum 13 Reasons Why, tveimur árum eftir að þættirnir rötuðu fyrst inn á Netflix. 16. júlí 2019 14:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Joyce Deithorn, móðir nítján ára stúlku sem svipti sig lífi sumarið 2017, segir lokaatriði fyrstu seríu sjónvarpsþáttanna 13 Reasons Why hafa orðið til þess að dóttir sín tók þessa afdrifaríku ákvörðun. Mæðgurnar byrjuðu að horfa á þættina saman en hún hafi fljótlega séð að þættirnir hefðu slæm áhrif á dóttur sína. Netflix tilkynnti nú á dögunum að atriðið umdeilda yrði fjarlægt úr þáttunum en það sýnir eina aðalpersónu þáttanna, Hönnuh Baker, svipta sig lífi. Atriðið var harðlega gagnrýnt af mörgum og voru þættirnir sagðir upphefja sjálfsvíg sem lausn við vanlíðan.Sjá einnig: Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Emily Bragg var 19 ára gömul þegar þær mæðgur byrjuðu að horfa á þættina árið 2017. Emily hafði verið að glíma við geðhvarfasýki og aðra geðræna kvilla en hélt áfram að horfa á þættina þrátt fyrir aðvörunarorð móður sinnar. Nokkrum vikum eftir að hún horfði á lokaþáttinn framdi hún sjálfsvíg á sama hátt og aðalpersóna þáttanna. „Ég trúi því innilega að [þátturinn] hafi verið það síðasta sem þurfti til að ýta henni yfir brúnina,“ sagði móðir hennar í samtali við Buzzfeed. Hún segist enn glíma við áfallastreituröskun eftir að hafa komið að dóttur sinni.Fagaðilar höfðu varað við atriðinu Líkt og áður sagði fjalla þættirnir um hina ungu Hönnuh Baker sem fremur sjálfsvíg og skilur eftir sig kassa af upptökum sem eru stílaðar á bekkjarfélaga hennar. Þar gerir hún upp ástæður þess að hún tók ákvörðunina og vöruðu margir við því að þetta fengi ungt fólk til þess að halda að sjálfsvíg væri einhvers konar hefndaraðgerð. Atriðið var harðlega gagnrýnt, bæði af áhorfendum og fagaðilum, og var kallað eftir því að það yrði tekið út á sínum tíma. Joyce segir ákvörðun streymisveitunnar að fjarlægja atriðið vera skýra staðfestingu á því að þeir viðurkenni mistök. Hins vegar sé þetta of lítið og alltof seint. „Ég hugsaði með mér, hversu mikið ætla þeir að gangast við því að þeir beri ábyrgð á fleiri sjálfsvígum?“ Framleiðandi þáttanna svaraði fyrir atriðið þegar þættirnir voru frumsýndir og sagði sína tilfinningu vera þá að það væri mikilvægt að ungt fólk sæi að það sem þau væru að upplifa væri ekki einsdæmi. Þau væru ekki ein í því að líða illa. Einn handritshöfunda þáttanna steig einnig fram og sagði þættina vera tækifæri til þess að afsanna þær mýtur að sjálfsvíg væru friðsæl endalok og sýna áhorfendum hvernig þau litu í raun og veru út. „Þetta eyðilagði fjölskyldu mína og við erum enn að púsla lífi okkar saman. Þau höfðu heyrt frá læknum sem höfðu heyrt af hættunum og voru varaðir við áður en þættirnir voru sýndir, hvers vegna myndu þeira sýna þetta?“ spyr Joyce.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42 Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að fjarlæga atriði úr unglinga-dramaþáttunum 13 Reasons Why, tveimur árum eftir að þættirnir rötuðu fyrst inn á Netflix. 16. júlí 2019 14:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42
Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að fjarlæga atriði úr unglinga-dramaþáttunum 13 Reasons Why, tveimur árum eftir að þættirnir rötuðu fyrst inn á Netflix. 16. júlí 2019 14:30