Móðir kennir umdeildu sjónvarpsatriði um sjálfsvíg dóttur sinnar Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2019 11:09 Ástralska leikkonan Katherine Langford fer með hlutverk unglingsstúlkunnar Hönnuh Baker, aðalpersónu þáttanna 13 Reasons Why. Netflix Joyce Deithorn, móðir nítján ára stúlku sem svipti sig lífi sumarið 2017, segir lokaatriði fyrstu seríu sjónvarpsþáttanna 13 Reasons Why hafa orðið til þess að dóttir sín tók þessa afdrifaríku ákvörðun. Mæðgurnar byrjuðu að horfa á þættina saman en hún hafi fljótlega séð að þættirnir hefðu slæm áhrif á dóttur sína. Netflix tilkynnti nú á dögunum að atriðið umdeilda yrði fjarlægt úr þáttunum en það sýnir eina aðalpersónu þáttanna, Hönnuh Baker, svipta sig lífi. Atriðið var harðlega gagnrýnt af mörgum og voru þættirnir sagðir upphefja sjálfsvíg sem lausn við vanlíðan.Sjá einnig: Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Emily Bragg var 19 ára gömul þegar þær mæðgur byrjuðu að horfa á þættina árið 2017. Emily hafði verið að glíma við geðhvarfasýki og aðra geðræna kvilla en hélt áfram að horfa á þættina þrátt fyrir aðvörunarorð móður sinnar. Nokkrum vikum eftir að hún horfði á lokaþáttinn framdi hún sjálfsvíg á sama hátt og aðalpersóna þáttanna. „Ég trúi því innilega að [þátturinn] hafi verið það síðasta sem þurfti til að ýta henni yfir brúnina,“ sagði móðir hennar í samtali við Buzzfeed. Hún segist enn glíma við áfallastreituröskun eftir að hafa komið að dóttur sinni.Fagaðilar höfðu varað við atriðinu Líkt og áður sagði fjalla þættirnir um hina ungu Hönnuh Baker sem fremur sjálfsvíg og skilur eftir sig kassa af upptökum sem eru stílaðar á bekkjarfélaga hennar. Þar gerir hún upp ástæður þess að hún tók ákvörðunina og vöruðu margir við því að þetta fengi ungt fólk til þess að halda að sjálfsvíg væri einhvers konar hefndaraðgerð. Atriðið var harðlega gagnrýnt, bæði af áhorfendum og fagaðilum, og var kallað eftir því að það yrði tekið út á sínum tíma. Joyce segir ákvörðun streymisveitunnar að fjarlægja atriðið vera skýra staðfestingu á því að þeir viðurkenni mistök. Hins vegar sé þetta of lítið og alltof seint. „Ég hugsaði með mér, hversu mikið ætla þeir að gangast við því að þeir beri ábyrgð á fleiri sjálfsvígum?“ Framleiðandi þáttanna svaraði fyrir atriðið þegar þættirnir voru frumsýndir og sagði sína tilfinningu vera þá að það væri mikilvægt að ungt fólk sæi að það sem þau væru að upplifa væri ekki einsdæmi. Þau væru ekki ein í því að líða illa. Einn handritshöfunda þáttanna steig einnig fram og sagði þættina vera tækifæri til þess að afsanna þær mýtur að sjálfsvíg væru friðsæl endalok og sýna áhorfendum hvernig þau litu í raun og veru út. „Þetta eyðilagði fjölskyldu mína og við erum enn að púsla lífi okkar saman. Þau höfðu heyrt frá læknum sem höfðu heyrt af hættunum og voru varaðir við áður en þættirnir voru sýndir, hvers vegna myndu þeira sýna þetta?“ spyr Joyce.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42 Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að fjarlæga atriði úr unglinga-dramaþáttunum 13 Reasons Why, tveimur árum eftir að þættirnir rötuðu fyrst inn á Netflix. 16. júlí 2019 14:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Joyce Deithorn, móðir nítján ára stúlku sem svipti sig lífi sumarið 2017, segir lokaatriði fyrstu seríu sjónvarpsþáttanna 13 Reasons Why hafa orðið til þess að dóttir sín tók þessa afdrifaríku ákvörðun. Mæðgurnar byrjuðu að horfa á þættina saman en hún hafi fljótlega séð að þættirnir hefðu slæm áhrif á dóttur sína. Netflix tilkynnti nú á dögunum að atriðið umdeilda yrði fjarlægt úr þáttunum en það sýnir eina aðalpersónu þáttanna, Hönnuh Baker, svipta sig lífi. Atriðið var harðlega gagnrýnt af mörgum og voru þættirnir sagðir upphefja sjálfsvíg sem lausn við vanlíðan.Sjá einnig: Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Emily Bragg var 19 ára gömul þegar þær mæðgur byrjuðu að horfa á þættina árið 2017. Emily hafði verið að glíma við geðhvarfasýki og aðra geðræna kvilla en hélt áfram að horfa á þættina þrátt fyrir aðvörunarorð móður sinnar. Nokkrum vikum eftir að hún horfði á lokaþáttinn framdi hún sjálfsvíg á sama hátt og aðalpersóna þáttanna. „Ég trúi því innilega að [þátturinn] hafi verið það síðasta sem þurfti til að ýta henni yfir brúnina,“ sagði móðir hennar í samtali við Buzzfeed. Hún segist enn glíma við áfallastreituröskun eftir að hafa komið að dóttur sinni.Fagaðilar höfðu varað við atriðinu Líkt og áður sagði fjalla þættirnir um hina ungu Hönnuh Baker sem fremur sjálfsvíg og skilur eftir sig kassa af upptökum sem eru stílaðar á bekkjarfélaga hennar. Þar gerir hún upp ástæður þess að hún tók ákvörðunina og vöruðu margir við því að þetta fengi ungt fólk til þess að halda að sjálfsvíg væri einhvers konar hefndaraðgerð. Atriðið var harðlega gagnrýnt, bæði af áhorfendum og fagaðilum, og var kallað eftir því að það yrði tekið út á sínum tíma. Joyce segir ákvörðun streymisveitunnar að fjarlægja atriðið vera skýra staðfestingu á því að þeir viðurkenni mistök. Hins vegar sé þetta of lítið og alltof seint. „Ég hugsaði með mér, hversu mikið ætla þeir að gangast við því að þeir beri ábyrgð á fleiri sjálfsvígum?“ Framleiðandi þáttanna svaraði fyrir atriðið þegar þættirnir voru frumsýndir og sagði sína tilfinningu vera þá að það væri mikilvægt að ungt fólk sæi að það sem þau væru að upplifa væri ekki einsdæmi. Þau væru ekki ein í því að líða illa. Einn handritshöfunda þáttanna steig einnig fram og sagði þættina vera tækifæri til þess að afsanna þær mýtur að sjálfsvíg væru friðsæl endalok og sýna áhorfendum hvernig þau litu í raun og veru út. „Þetta eyðilagði fjölskyldu mína og við erum enn að púsla lífi okkar saman. Þau höfðu heyrt frá læknum sem höfðu heyrt af hættunum og voru varaðir við áður en þættirnir voru sýndir, hvers vegna myndu þeira sýna þetta?“ spyr Joyce.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42 Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að fjarlæga atriði úr unglinga-dramaþáttunum 13 Reasons Why, tveimur árum eftir að þættirnir rötuðu fyrst inn á Netflix. 16. júlí 2019 14:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42
Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að fjarlæga atriði úr unglinga-dramaþáttunum 13 Reasons Why, tveimur árum eftir að þættirnir rötuðu fyrst inn á Netflix. 16. júlí 2019 14:30