Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2017 23:42 Ástralska leikkonan Katherine Langford fer með hlutverk unglingsstúlkunnar Hönnuh Baker, aðalpersónu þáttanna 13 Reasons Why. Netflix Netflix-serían 13 Reasons Why hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var frumsýnd þann 31. mars síðastliðinn. Hún hefur þó líka komið af stað umræðu um viðkvæm málefni á borð við þunglyndi, kynferðisofbeldi og sjálfsmorð. Þáttaröðin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir rithöfundinn Jay Asher og er sögð út frá sjónarhorni unglingsstúlku sem fremur sjálfsmorð. Hún tekur svo ástæðurnar að baki þeirri gjörð upp á segulband, sem skólafélagar hennar hlusta á. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé „hættulegt“ og að fjöldi símtala og tölvupósta til samtakanna hafi aukist verulega. Skeytin séu beintengd þáttunum, þ.á.m. frá áhyggjufullum foreldrum og skólayfirvöldum sem eru uggandi yfir efninu og áhrifum þess á ungt fólk. Shannon Purser, sem fer með hlutverk Barb í Stranger Things, annarri vinsælli þáttaröð úr smiðju Netflix, tjáði sig um málið á Twitter-aðgangi sínum. Purser hefur sjálf glímt við þunglyndi en hún varar þá sem eru í sjálfsmorðshugleiðingum eða hafa verið beittir kynferðisofbeldi við því að horfa á þættina:I would advise against watching 13 Reasons Why if you currently struggle with suicidal thoughts or self harm/have undergone sexual assault.— Shannon Purser (@shannonpurser) April 18, 2017 Á framleiðendum hvílir ákveðin ábyrgð Purser ítrekar þó að margt gott leynist í þáttaröðinni og að hún geti verið einhverjum hjálpleg. Kristen Douglas, forstöðumaður skólastuðningsdeildar Headspace, tekur undir orð Purser en hamrar öðru fremur á því að umfjöllunin geti leitt til „erfiðra viðbragða hjá áhorfendum.“ Hún sagði einnig mikilvægt að ofureinfalda ekki hugtakið „sjálfsmorð“ með því að gefa í skyn að aðeins eitt vandamál, t.d. það að vera lagður í einelti, geti verið rót vandans. „Óábyrg umfjöllun um sjálfsmorð getur valdið dauðsföllum í framtíðinni,“ bætti hún við í samtali við áströlsku útgáfu Huffington Post.Formaður Head Space, Steven Leicester, bætti við að „þeir sem senda út sjónvarpsefni bera ábyrgð á því að þekkja það sem þeir eru að sýna og áhrifin sem ákveðið efni getur haft á áhorfendur, og þá helst unga áhorfendur.“ Netflix Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Netflix-serían 13 Reasons Why hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var frumsýnd þann 31. mars síðastliðinn. Hún hefur þó líka komið af stað umræðu um viðkvæm málefni á borð við þunglyndi, kynferðisofbeldi og sjálfsmorð. Þáttaröðin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir rithöfundinn Jay Asher og er sögð út frá sjónarhorni unglingsstúlku sem fremur sjálfsmorð. Hún tekur svo ástæðurnar að baki þeirri gjörð upp á segulband, sem skólafélagar hennar hlusta á. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé „hættulegt“ og að fjöldi símtala og tölvupósta til samtakanna hafi aukist verulega. Skeytin séu beintengd þáttunum, þ.á.m. frá áhyggjufullum foreldrum og skólayfirvöldum sem eru uggandi yfir efninu og áhrifum þess á ungt fólk. Shannon Purser, sem fer með hlutverk Barb í Stranger Things, annarri vinsælli þáttaröð úr smiðju Netflix, tjáði sig um málið á Twitter-aðgangi sínum. Purser hefur sjálf glímt við þunglyndi en hún varar þá sem eru í sjálfsmorðshugleiðingum eða hafa verið beittir kynferðisofbeldi við því að horfa á þættina:I would advise against watching 13 Reasons Why if you currently struggle with suicidal thoughts or self harm/have undergone sexual assault.— Shannon Purser (@shannonpurser) April 18, 2017 Á framleiðendum hvílir ákveðin ábyrgð Purser ítrekar þó að margt gott leynist í þáttaröðinni og að hún geti verið einhverjum hjálpleg. Kristen Douglas, forstöðumaður skólastuðningsdeildar Headspace, tekur undir orð Purser en hamrar öðru fremur á því að umfjöllunin geti leitt til „erfiðra viðbragða hjá áhorfendum.“ Hún sagði einnig mikilvægt að ofureinfalda ekki hugtakið „sjálfsmorð“ með því að gefa í skyn að aðeins eitt vandamál, t.d. það að vera lagður í einelti, geti verið rót vandans. „Óábyrg umfjöllun um sjálfsmorð getur valdið dauðsföllum í framtíðinni,“ bætti hún við í samtali við áströlsku útgáfu Huffington Post.Formaður Head Space, Steven Leicester, bætti við að „þeir sem senda út sjónvarpsefni bera ábyrgð á því að þekkja það sem þeir eru að sýna og áhrifin sem ákveðið efni getur haft á áhorfendur, og þá helst unga áhorfendur.“
Netflix Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira