Íslenski boltinn

Enskur miðvörður til ÍBV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jackson tekur í spaðann á Ian Jeffs, þjálfara ÍBV.
Jackson tekur í spaðann á Ian Jeffs, þjálfara ÍBV. mynd/íbv

ÍBV hefur samið við enska miðvörðinn Oran Jackson. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Hann kemur til ÍBV frá MK Dons á Englandi en samningur hans við enska C-deildarliðið rann út í sumar. Hann lék tíu leiki fyrir MK Dons í öllum keppnum.

Jackson, sem er tvítugur að aldri, lék þrjá leiki með utandeildarliðinu Brackley Town á síðasta tímabili.

Jackson er fjórði leikmaðurinn sem ÍBV fær í júlíglugganum. Áður voru Gary Martin, Benjamin Prah og Sindri Björnsson komnir til liðsins.

ÍBV er í tólfta og neðsta sæti Pepsi Max-deildar karla með fimm stig, sjö stigum frá öruggu sæti. Eyjamenn hafa fengið á sig flest mörk allra liða í deildinni, eða 29 talsins.

Næsti leikur ÍBV er gegn Fylki í Árbænum á sunnudaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.