Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr sigri FH í Eyjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lennon gerði gæfumuninn fyrir FH í Eyjum.
Lennon gerði gæfumuninn fyrir FH í Eyjum. vísir/daníel þór

Steven Lennon skoraði bæði mörk FH þegar liðið lagði ÍBV að velli, 1-2, í eina leik dagsins í Pepsi Max-deild karla.

Þetta var annar sigur FH-inga í röð. Þeir eru í 5. sæti deildarinnar með 19 stig.

Eyjamenn eru hins vegar búnir að tapa fimm leikjum í röð, eru enn á botni deildarinnar og sex stigum frá öruggu sæti.

Lennon kom FH yfir með marki úr vítaspyrnu á 35. mínútu. Þegar 20 mínútur voru eftir bætti hann öðru marki við.

Gary Martin minnkaði muninn úr vítaspyrnu á lokamínútunni með sínu fyrsta marki fyrir ÍBV en nær komust Eyjamenn ekki.

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: ÍBV 1-2 FH
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.