Sjáðu mörkin úr sigri FH í Eyjum

Steven Lennon skoraði bæði mörk FH þegar liðið lagði ÍBV að velli, 1-2, í eina leik dagsins í Pepsi Max-deild karla.
Þetta var annar sigur FH-inga í röð. Þeir eru í 5. sæti deildarinnar með 19 stig.
Eyjamenn eru hins vegar búnir að tapa fimm leikjum í röð, eru enn á botni deildarinnar og sex stigum frá öruggu sæti.
Lennon kom FH yfir með marki úr vítaspyrnu á 35. mínútu. Þegar 20 mínútur voru eftir bætti hann öðru marki við.
Gary Martin minnkaði muninn úr vítaspyrnu á lokamínútunni með sínu fyrsta marki fyrir ÍBV en nær komust Eyjamenn ekki.
Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir

Thomsen borinn af velli í Eyjum
Framherji FH fór meiddur af velli gegn ÍBV og virtist sárþjáður.

Ólafur: Menn fljótir á lyklaborðið
Þjálfari FH fannst sigur sinna manna á ÍBV vera öruggur.

Leik lokið: ÍBV - FH 1-2 | Lennon með bæði mörkin í öðrum sigri FH í röð
FH gerði góða ferð til Eyja og vann 1-2 sigur á botnliði ÍBV í Pepsi Max-deild karla í dag. Steven Lennon skoraði bæði mörk FH-inga sem hafa unnið tvo leiki í röð.