Enski boltinn

Fyrsti sigur Everton á undirbúningstímabilinu kom gegn Monaco

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi er að hefja sitt þriðja tímabil hjá Everton.
Gylfi er að hefja sitt þriðja tímabil hjá Everton. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton sem vann 0-1 sigur á Monaco í æfingaleik í Sviss í dag.

Seamus Coleman, fyrirliði Everton, skoraði eina mark leiksins á 72. mínútu. Hann skallaði þá boltann í netið af stuttu færi.


Gylfi bjó til góð færi fyrir Michael Keane og Lucas Digne í seinni hálfleik.

Monaco fékk kjörið tækifæri til að komast yfir í fyrri hálfleik en Maarten Stekelenburg varði vítaspyrnu Ronys Lopes.

Þetta var þriðji leikur Everton á undirbúningstímabilinu. Liðið hafði áður gert 1-1 jafntefli við Kariobangi Sharks og markalaust jafntefli við Sion.

Næsti leikur Everton er gegn Wigan Athletic á miðvikudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.