Enski boltinn

Mendy missir af fyrsta mánuði tímabilsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mendy hefur verið meira og minna meiddur síðan hann kom til Manchester City.
Mendy hefur verið meira og minna meiddur síðan hann kom til Manchester City. vísir/getty
Benjamin Mendy, varnarmaður Englandsmeistara Manchester City, missir af byrjun næsta tímabils vegna meiðsla.Mendy gekkst undir aðgerð á hné í maí og byrjar ekki að æfa aftur fyrr en um miðjan ágúst. Talið er líklegt að Frakkinn missi allavega af fyrsta mánuði tímabilsins.Mendy hefur glímt við þrálát hnémeiðsli síðan hann kom til City frá Monaco fyrir tveimur árum. Hann hefur aðeins byrjað 14 leiki í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom til City.Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko leysti stöðu vinstri bakvarðar með stakri prýði á síðasta tímabili og þá hefur City keypt Spánverjann Angelino aftur frá PSV Eindhoven. Hann var á mála hjá City á árunum 2014-18 en lék aðeins tvo leiki fyrir aðallið félagsins.City mætir Wolves í úrslitaleik Asíubikarsins, æfingamóts í Kína, í dag.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.