Enski boltinn

Leikmenn Man. City velja næsta fyrirliða liðsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
City vann 4-1 sigur á West Ham í gær.
City vann 4-1 sigur á West Ham í gær. vísir/getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, ætlar að leyfa leikmönnum liðsins að velja næsta fyrirliða þess.

Vincent Kompany, sem var fyrirliði City í átta ár, yfirgaf félagið eftir síðasta tímabil.

„Leikmennirnir velja fyrirliðann. Þegar allir eru komnir til baka halda þeir fund og ákveða hver verður fyrirliði,“ sagði Guardiola.

David Silva var fyrirliði City í sigrinum á West Ham United, 4-1, í Kína í gær.

Spánverjinn, sem er að hefja sitt síðasta tímabil hjá City, var fyrirliði í nokkrum leikjum í fyrra, líkt og Fernandinho og Sergio Agüero.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.