Dauði feðgina á landamærunum El Salvador að kenna Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2019 10:05 Bukele tók við embætti forseta í byrjun júní. Hann var kjörinn fyrir hönd miðhægriflokks. Vísir/EPA Nayib Bukele, forseti El Salvador, segir að þó að hann fordæmi meðferð bandarískra yfirvalda á förufólki og hælisleitendum sé hans eigin landi um að kenna að ungur faðir og tveggja ára gömul dóttir hans drukknuðu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í síðustu viku. Dauði Óscars Martínez og dóttur hans í ánni Río Bravo á landamærunum í síðustu viku vakti heimsathygli vegna myndar sem birtist af líkum þeirra fljótandi innan um rusl við bakka árinnar. Þau höfðu reynt að komast syndandi yfir til Bandaríkjanna þar sem Martínez og eiginkona hans ætluðu að leita hælis. Örlög feðginanna vakti upp umræður um harðneskjulega innflytjendastefnu ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Undir hans stjórn hafa bandarísk yfirvöld reynt að takmarka rétt fólks til að leita hælis í Bandaríkjunum. Mannréttindasamtök hafa varað við því að það gæti þvingað væntanlega hælisleitendur til að reyna hættulegar leiðir til að komast inn í landið. Bukele forseti sem tók við embætti í síðustu viku, tekur undir fordæmingu á meðferð förufólks í Bandaríkjunum og Mexíkó en segir að þegar allt komi til alls liggi ábyrgðin á dauða feðginanna hjá stjórnvöldum í El Salvador. „Við getum kennt hvaða landi sem er um en hvað með okkar eigin ábyrgð? Hvaða land flúðu þau? Flúðu þau Bandaríkin? Þau flúðu El Salvador, þau flúðu okkar land. Það var okkur að kenna,“ segir Bukele í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.Þurfa að bæta aðstæður svo enginn þurfi að flýja Ástæðan fyrir því að fólk eins og Martínez flýi land sé atvinnuleysi, glæpagengi og skortur á aðgengi að vatni, menntun og heilbrigðisþjónustu. „Fólk flýr ekki heimili sín vegna þess að það vill það, fólk flýr heimili sín vegna þess að því finnst að það þurfi þess,“ segir forsetinn. Til að stemma stigu við því að fólk flýi land þurfi El Salvador að bæta ástandið heima fyrir. „Ég held að það sé réttur að flytjast búferlaflutningum en það ætti að vera valkostur, ekki afarkostir. Í augnablikinu er það afarkostir fyrir margt fólk,“ segir Bukele. Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira
Nayib Bukele, forseti El Salvador, segir að þó að hann fordæmi meðferð bandarískra yfirvalda á förufólki og hælisleitendum sé hans eigin landi um að kenna að ungur faðir og tveggja ára gömul dóttir hans drukknuðu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í síðustu viku. Dauði Óscars Martínez og dóttur hans í ánni Río Bravo á landamærunum í síðustu viku vakti heimsathygli vegna myndar sem birtist af líkum þeirra fljótandi innan um rusl við bakka árinnar. Þau höfðu reynt að komast syndandi yfir til Bandaríkjanna þar sem Martínez og eiginkona hans ætluðu að leita hælis. Örlög feðginanna vakti upp umræður um harðneskjulega innflytjendastefnu ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Undir hans stjórn hafa bandarísk yfirvöld reynt að takmarka rétt fólks til að leita hælis í Bandaríkjunum. Mannréttindasamtök hafa varað við því að það gæti þvingað væntanlega hælisleitendur til að reyna hættulegar leiðir til að komast inn í landið. Bukele forseti sem tók við embætti í síðustu viku, tekur undir fordæmingu á meðferð förufólks í Bandaríkjunum og Mexíkó en segir að þegar allt komi til alls liggi ábyrgðin á dauða feðginanna hjá stjórnvöldum í El Salvador. „Við getum kennt hvaða landi sem er um en hvað með okkar eigin ábyrgð? Hvaða land flúðu þau? Flúðu þau Bandaríkin? Þau flúðu El Salvador, þau flúðu okkar land. Það var okkur að kenna,“ segir Bukele í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.Þurfa að bæta aðstæður svo enginn þurfi að flýja Ástæðan fyrir því að fólk eins og Martínez flýi land sé atvinnuleysi, glæpagengi og skortur á aðgengi að vatni, menntun og heilbrigðisþjónustu. „Fólk flýr ekki heimili sín vegna þess að það vill það, fólk flýr heimili sín vegna þess að því finnst að það þurfi þess,“ segir forsetinn. Til að stemma stigu við því að fólk flýi land þurfi El Salvador að bæta ástandið heima fyrir. „Ég held að það sé réttur að flytjast búferlaflutningum en það ætti að vera valkostur, ekki afarkostir. Í augnablikinu er það afarkostir fyrir margt fólk,“ segir Bukele.
Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30
Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45