Dauði feðgina á landamærunum El Salvador að kenna Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2019 10:05 Bukele tók við embætti forseta í byrjun júní. Hann var kjörinn fyrir hönd miðhægriflokks. Vísir/EPA Nayib Bukele, forseti El Salvador, segir að þó að hann fordæmi meðferð bandarískra yfirvalda á förufólki og hælisleitendum sé hans eigin landi um að kenna að ungur faðir og tveggja ára gömul dóttir hans drukknuðu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í síðustu viku. Dauði Óscars Martínez og dóttur hans í ánni Río Bravo á landamærunum í síðustu viku vakti heimsathygli vegna myndar sem birtist af líkum þeirra fljótandi innan um rusl við bakka árinnar. Þau höfðu reynt að komast syndandi yfir til Bandaríkjanna þar sem Martínez og eiginkona hans ætluðu að leita hælis. Örlög feðginanna vakti upp umræður um harðneskjulega innflytjendastefnu ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Undir hans stjórn hafa bandarísk yfirvöld reynt að takmarka rétt fólks til að leita hælis í Bandaríkjunum. Mannréttindasamtök hafa varað við því að það gæti þvingað væntanlega hælisleitendur til að reyna hættulegar leiðir til að komast inn í landið. Bukele forseti sem tók við embætti í síðustu viku, tekur undir fordæmingu á meðferð förufólks í Bandaríkjunum og Mexíkó en segir að þegar allt komi til alls liggi ábyrgðin á dauða feðginanna hjá stjórnvöldum í El Salvador. „Við getum kennt hvaða landi sem er um en hvað með okkar eigin ábyrgð? Hvaða land flúðu þau? Flúðu þau Bandaríkin? Þau flúðu El Salvador, þau flúðu okkar land. Það var okkur að kenna,“ segir Bukele í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.Þurfa að bæta aðstæður svo enginn þurfi að flýja Ástæðan fyrir því að fólk eins og Martínez flýi land sé atvinnuleysi, glæpagengi og skortur á aðgengi að vatni, menntun og heilbrigðisþjónustu. „Fólk flýr ekki heimili sín vegna þess að það vill það, fólk flýr heimili sín vegna þess að því finnst að það þurfi þess,“ segir forsetinn. Til að stemma stigu við því að fólk flýi land þurfi El Salvador að bæta ástandið heima fyrir. „Ég held að það sé réttur að flytjast búferlaflutningum en það ætti að vera valkostur, ekki afarkostir. Í augnablikinu er það afarkostir fyrir margt fólk,“ segir Bukele. Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Nayib Bukele, forseti El Salvador, segir að þó að hann fordæmi meðferð bandarískra yfirvalda á förufólki og hælisleitendum sé hans eigin landi um að kenna að ungur faðir og tveggja ára gömul dóttir hans drukknuðu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í síðustu viku. Dauði Óscars Martínez og dóttur hans í ánni Río Bravo á landamærunum í síðustu viku vakti heimsathygli vegna myndar sem birtist af líkum þeirra fljótandi innan um rusl við bakka árinnar. Þau höfðu reynt að komast syndandi yfir til Bandaríkjanna þar sem Martínez og eiginkona hans ætluðu að leita hælis. Örlög feðginanna vakti upp umræður um harðneskjulega innflytjendastefnu ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Undir hans stjórn hafa bandarísk yfirvöld reynt að takmarka rétt fólks til að leita hælis í Bandaríkjunum. Mannréttindasamtök hafa varað við því að það gæti þvingað væntanlega hælisleitendur til að reyna hættulegar leiðir til að komast inn í landið. Bukele forseti sem tók við embætti í síðustu viku, tekur undir fordæmingu á meðferð förufólks í Bandaríkjunum og Mexíkó en segir að þegar allt komi til alls liggi ábyrgðin á dauða feðginanna hjá stjórnvöldum í El Salvador. „Við getum kennt hvaða landi sem er um en hvað með okkar eigin ábyrgð? Hvaða land flúðu þau? Flúðu þau Bandaríkin? Þau flúðu El Salvador, þau flúðu okkar land. Það var okkur að kenna,“ segir Bukele í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.Þurfa að bæta aðstæður svo enginn þurfi að flýja Ástæðan fyrir því að fólk eins og Martínez flýi land sé atvinnuleysi, glæpagengi og skortur á aðgengi að vatni, menntun og heilbrigðisþjónustu. „Fólk flýr ekki heimili sín vegna þess að það vill það, fólk flýr heimili sín vegna þess að því finnst að það þurfi þess,“ segir forsetinn. Til að stemma stigu við því að fólk flýi land þurfi El Salvador að bæta ástandið heima fyrir. „Ég held að það sé réttur að flytjast búferlaflutningum en það ætti að vera valkostur, ekki afarkostir. Í augnablikinu er það afarkostir fyrir margt fólk,“ segir Bukele.
Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30
Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45