Heitasti júní í Evrópu frá því að mælingar hófust Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 11:14 Vatnsúðurum var komið fyrir í París til að borgarbúar gætu kælt sig niður í hitabylgjunni í síðustu viku. Vísir/EPA Nýliðinn júní var sá hlýjasti í Evrópu frá því að mælingar hófust samkvæmt gögnum evrópskrar veðurfræðistofnunar. Loftslagsbreytingar af völdum manna eru taldar hafa gert hitabylgjuna sem geisaði víða á meginlandinu undir lok mánaðarins allt að fimm sinnum líklegri til að eiga sér stað en ella. Hitamet voru slegin víða í hitabylgjunni í Evrópu í júní, þar á meðal í Þýskalandi og Austurríki þar sem aldrei hefur mælst hærri hiti í júní. Hitinn í nokkrum löndum fór yfir 45 gráður. Víða voru met slegin bæði fyrir júnímánuð og fyrir allt árið þrátt fyrir að yfirleitt verði hlýjast í júlí og ágúst. Samkvæmt mælingum Evrópumiðstöðvar meðallangtímaveðurspáa (ECMWF) var meðalhitinn í álfunni meira en tveimur gráðum hærri en í venjulegu árferði. Mánuðurinn sé sá hlýjasti frá því að mælingar hófust, að því er segir í frétt Washington Post. Vísindamenn sem rannsaka áhrif loftslagsbreytinga á einstaka veðuratburði segja að bráðabirgðaniðurstöður þeirra fyrir júní séu að meðalhiti hitabylgjunnar sem gekk yfir Frakkland sé fjórum gráðum hærri en hefði orðið fyrir einni öld. Þeir telja að loftslagsbreytingar hafi gert ákafa hitabylgjunnar nú fimmfalt líklegri en ella. Veruleg óvissa sé þó í frumgreiningu þeirra og mögulegt sé að áhrif loftslagsbreytinga séu enn meiri. Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Þýska hitametið slegið í tvígang í vikunni Hitabylgjan sem hefur herjað á íbúa meginlands Evrópu undanfarið hefur haft í för með sér ótrúlegar hitatölur, tölur sem varla hefur sést áður. 30. júní 2019 23:01 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Nýliðinn júní var sá hlýjasti í Evrópu frá því að mælingar hófust samkvæmt gögnum evrópskrar veðurfræðistofnunar. Loftslagsbreytingar af völdum manna eru taldar hafa gert hitabylgjuna sem geisaði víða á meginlandinu undir lok mánaðarins allt að fimm sinnum líklegri til að eiga sér stað en ella. Hitamet voru slegin víða í hitabylgjunni í Evrópu í júní, þar á meðal í Þýskalandi og Austurríki þar sem aldrei hefur mælst hærri hiti í júní. Hitinn í nokkrum löndum fór yfir 45 gráður. Víða voru met slegin bæði fyrir júnímánuð og fyrir allt árið þrátt fyrir að yfirleitt verði hlýjast í júlí og ágúst. Samkvæmt mælingum Evrópumiðstöðvar meðallangtímaveðurspáa (ECMWF) var meðalhitinn í álfunni meira en tveimur gráðum hærri en í venjulegu árferði. Mánuðurinn sé sá hlýjasti frá því að mælingar hófust, að því er segir í frétt Washington Post. Vísindamenn sem rannsaka áhrif loftslagsbreytinga á einstaka veðuratburði segja að bráðabirgðaniðurstöður þeirra fyrir júní séu að meðalhiti hitabylgjunnar sem gekk yfir Frakkland sé fjórum gráðum hærri en hefði orðið fyrir einni öld. Þeir telja að loftslagsbreytingar hafi gert ákafa hitabylgjunnar nú fimmfalt líklegri en ella. Veruleg óvissa sé þó í frumgreiningu þeirra og mögulegt sé að áhrif loftslagsbreytinga séu enn meiri.
Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Þýska hitametið slegið í tvígang í vikunni Hitabylgjan sem hefur herjað á íbúa meginlands Evrópu undanfarið hefur haft í för með sér ótrúlegar hitatölur, tölur sem varla hefur sést áður. 30. júní 2019 23:01 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56
Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52
Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30
Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46
Þýska hitametið slegið í tvígang í vikunni Hitabylgjan sem hefur herjað á íbúa meginlands Evrópu undanfarið hefur haft í för með sér ótrúlegar hitatölur, tölur sem varla hefur sést áður. 30. júní 2019 23:01
Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24