Heitasti júní í Evrópu frá því að mælingar hófust Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 11:14 Vatnsúðurum var komið fyrir í París til að borgarbúar gætu kælt sig niður í hitabylgjunni í síðustu viku. Vísir/EPA Nýliðinn júní var sá hlýjasti í Evrópu frá því að mælingar hófust samkvæmt gögnum evrópskrar veðurfræðistofnunar. Loftslagsbreytingar af völdum manna eru taldar hafa gert hitabylgjuna sem geisaði víða á meginlandinu undir lok mánaðarins allt að fimm sinnum líklegri til að eiga sér stað en ella. Hitamet voru slegin víða í hitabylgjunni í Evrópu í júní, þar á meðal í Þýskalandi og Austurríki þar sem aldrei hefur mælst hærri hiti í júní. Hitinn í nokkrum löndum fór yfir 45 gráður. Víða voru met slegin bæði fyrir júnímánuð og fyrir allt árið þrátt fyrir að yfirleitt verði hlýjast í júlí og ágúst. Samkvæmt mælingum Evrópumiðstöðvar meðallangtímaveðurspáa (ECMWF) var meðalhitinn í álfunni meira en tveimur gráðum hærri en í venjulegu árferði. Mánuðurinn sé sá hlýjasti frá því að mælingar hófust, að því er segir í frétt Washington Post. Vísindamenn sem rannsaka áhrif loftslagsbreytinga á einstaka veðuratburði segja að bráðabirgðaniðurstöður þeirra fyrir júní séu að meðalhiti hitabylgjunnar sem gekk yfir Frakkland sé fjórum gráðum hærri en hefði orðið fyrir einni öld. Þeir telja að loftslagsbreytingar hafi gert ákafa hitabylgjunnar nú fimmfalt líklegri en ella. Veruleg óvissa sé þó í frumgreiningu þeirra og mögulegt sé að áhrif loftslagsbreytinga séu enn meiri. Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Þýska hitametið slegið í tvígang í vikunni Hitabylgjan sem hefur herjað á íbúa meginlands Evrópu undanfarið hefur haft í för með sér ótrúlegar hitatölur, tölur sem varla hefur sést áður. 30. júní 2019 23:01 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Nýliðinn júní var sá hlýjasti í Evrópu frá því að mælingar hófust samkvæmt gögnum evrópskrar veðurfræðistofnunar. Loftslagsbreytingar af völdum manna eru taldar hafa gert hitabylgjuna sem geisaði víða á meginlandinu undir lok mánaðarins allt að fimm sinnum líklegri til að eiga sér stað en ella. Hitamet voru slegin víða í hitabylgjunni í Evrópu í júní, þar á meðal í Þýskalandi og Austurríki þar sem aldrei hefur mælst hærri hiti í júní. Hitinn í nokkrum löndum fór yfir 45 gráður. Víða voru met slegin bæði fyrir júnímánuð og fyrir allt árið þrátt fyrir að yfirleitt verði hlýjast í júlí og ágúst. Samkvæmt mælingum Evrópumiðstöðvar meðallangtímaveðurspáa (ECMWF) var meðalhitinn í álfunni meira en tveimur gráðum hærri en í venjulegu árferði. Mánuðurinn sé sá hlýjasti frá því að mælingar hófust, að því er segir í frétt Washington Post. Vísindamenn sem rannsaka áhrif loftslagsbreytinga á einstaka veðuratburði segja að bráðabirgðaniðurstöður þeirra fyrir júní séu að meðalhiti hitabylgjunnar sem gekk yfir Frakkland sé fjórum gráðum hærri en hefði orðið fyrir einni öld. Þeir telja að loftslagsbreytingar hafi gert ákafa hitabylgjunnar nú fimmfalt líklegri en ella. Veruleg óvissa sé þó í frumgreiningu þeirra og mögulegt sé að áhrif loftslagsbreytinga séu enn meiri.
Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Þýska hitametið slegið í tvígang í vikunni Hitabylgjan sem hefur herjað á íbúa meginlands Evrópu undanfarið hefur haft í för með sér ótrúlegar hitatölur, tölur sem varla hefur sést áður. 30. júní 2019 23:01 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56
Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52
Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30
Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46
Þýska hitametið slegið í tvígang í vikunni Hitabylgjan sem hefur herjað á íbúa meginlands Evrópu undanfarið hefur haft í för með sér ótrúlegar hitatölur, tölur sem varla hefur sést áður. 30. júní 2019 23:01
Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24