Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2019 15:56 Kolaorkuver eru verstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminu. Víða er enn verið að reisa ný kolaver. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim orkuverum, verksmiðjum, byggingum og bílum sem nú eru í notkun er nægilega mikil til að hnattræn hlýnun verði meiri en þær 1,5 gráður sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Með þeim áætlun sem liggja fyrir um frekari kolaorkuver og innviði á losunin eftir að stóraukast. Niðurstaða nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Nature er að haldi menn áfram að nýta kolefnislosandi innviði sem þegar eru til staðar út líftíma þeirra eigi losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun eftir að nema meira en 650 milljörðum tonna. Það er langt umfram það magn kolefnis sem vísindamenn telja að þurfi til að valda hlýnun upp á 1,5 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Þegar litið er til þeirra áforma sem eru uppi um frekari kolaorkuver og annan losandi iðnað gæti losunin aukist um tvö hundruð milljarða tonna til viðbótar. Washington Post segir að framkvæmdir við sum þessara verkefna séu þegar hafnar.Kolefnisbókhaldið gæti sprungið á næstu 10-14 árum Í Parísarsamkomulaginu hétu nær öll ríki heims því að draga úr losun með það að markmiði að halda hlýnun á þessari öld innan við tvær gráður. Fyrir tilstilli Kyrrahafseyríkja sem eru að sökkva í sæ var samþykkt að stefna einnig að því að takmarka hlýnunina við 1,5 gráður. „Kolefnisbókhald upp á 1,5°C leyfir enga frekari losandi innviði og krefst verulegra breytinga á líftíma eða rekstri orkuinnviða sem þegar eru til staðar,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar sem vísindamenn frá Bandaríkjunum og Kína stóðu að. Hugtakið kolefnisbókhald hefur verið notað yfir hversu mikil hlýnun hlýst af losun gróðurhúsalofttegunda. Mat á því hversu mikið menn geta losað til viðbótar áður en farið verður fram yfir markmið Parísarsamkomulagsins hafa verið nokkuð á reiki. Kenningar eru um að ef mannkynið losar á bilinu 420 til 580 milljarða tonna af koltvísýringi verði um 50-66% líkur á að hnattræn hlýnun haldist innan við 1,5 gráður. Miðað við núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum, um 41 milljarður tonna á ári, yrði kolefnisbókhaldið fyrir 1,5 gráður sprungið eftir tíu til fjórtán ár. Verði losunin áfram óbreytt kláraðist kolefnisbókhaldið fyrir tveggja gráðu hlýnun á 28-36 árum. Losun á heimsvísu er aftur á móti að aukast eftir að hún hafði staðið í stað í örfá ár. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 70% Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar Könnunin var framkvæmd dagana 23. til 29. maí 2019og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar, 18 ára og eldri. 26. júní 2019 11:58 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim orkuverum, verksmiðjum, byggingum og bílum sem nú eru í notkun er nægilega mikil til að hnattræn hlýnun verði meiri en þær 1,5 gráður sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Með þeim áætlun sem liggja fyrir um frekari kolaorkuver og innviði á losunin eftir að stóraukast. Niðurstaða nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Nature er að haldi menn áfram að nýta kolefnislosandi innviði sem þegar eru til staðar út líftíma þeirra eigi losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun eftir að nema meira en 650 milljörðum tonna. Það er langt umfram það magn kolefnis sem vísindamenn telja að þurfi til að valda hlýnun upp á 1,5 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Þegar litið er til þeirra áforma sem eru uppi um frekari kolaorkuver og annan losandi iðnað gæti losunin aukist um tvö hundruð milljarða tonna til viðbótar. Washington Post segir að framkvæmdir við sum þessara verkefna séu þegar hafnar.Kolefnisbókhaldið gæti sprungið á næstu 10-14 árum Í Parísarsamkomulaginu hétu nær öll ríki heims því að draga úr losun með það að markmiði að halda hlýnun á þessari öld innan við tvær gráður. Fyrir tilstilli Kyrrahafseyríkja sem eru að sökkva í sæ var samþykkt að stefna einnig að því að takmarka hlýnunina við 1,5 gráður. „Kolefnisbókhald upp á 1,5°C leyfir enga frekari losandi innviði og krefst verulegra breytinga á líftíma eða rekstri orkuinnviða sem þegar eru til staðar,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar sem vísindamenn frá Bandaríkjunum og Kína stóðu að. Hugtakið kolefnisbókhald hefur verið notað yfir hversu mikil hlýnun hlýst af losun gróðurhúsalofttegunda. Mat á því hversu mikið menn geta losað til viðbótar áður en farið verður fram yfir markmið Parísarsamkomulagsins hafa verið nokkuð á reiki. Kenningar eru um að ef mannkynið losar á bilinu 420 til 580 milljarða tonna af koltvísýringi verði um 50-66% líkur á að hnattræn hlýnun haldist innan við 1,5 gráður. Miðað við núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum, um 41 milljarður tonna á ári, yrði kolefnisbókhaldið fyrir 1,5 gráður sprungið eftir tíu til fjórtán ár. Verði losunin áfram óbreytt kláraðist kolefnisbókhaldið fyrir tveggja gráðu hlýnun á 28-36 árum. Losun á heimsvísu er aftur á móti að aukast eftir að hún hafði staðið í stað í örfá ár.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 70% Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar Könnunin var framkvæmd dagana 23. til 29. maí 2019og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar, 18 ára og eldri. 26. júní 2019 11:58 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Sjá meira
70% Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar Könnunin var framkvæmd dagana 23. til 29. maí 2019og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar, 18 ára og eldri. 26. júní 2019 11:58
Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40
Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent