Innlent

Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena

Eiður Þór Árnason skrifar
Eldum rétt er sagt vera eitt af nokkrum fyrirtækjum sem keypt hafa vinnuafl af starfsmannaleigunni.
Eldum rétt er sagt vera eitt af nokkrum fyrirtækjum sem keypt hafa vinnuafl af starfsmannaleigunni. Vísir/Ernir
Eldum rétt hefur hafnað sáttatilboði Eflingar eftir sáttafund í gær. Þetta er í annað sinn sem Eldum rétt hafnar sáttatilboði Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.

Efling lagði fram sáttatilboð í kjölfar þess að félagið stefndi fyrirtækinu, ásamt starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu fyrir meðferð þeirra á fjórum rúmenskum verkamönnum. Eldum rétt var stefnt á grundvelli grundvelli laga um keðjuábyrgð. Nam sáttatilboðið fjórum milljónum króna að sögn Eflingar.

Fjögur fyrirtæki sem eru sögð hafa keypt vinnu af starfsmannaleigunni Menn í vinnu fengu kröfu frá Eflingu með vísun í lög um keðjuábyrgð. Hin þrjú fyrirtækin féllust á hana án andmæla, og voru þau þess vegna ekki hluti af stefnu Eflingar.

Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt, hefur áður sagt í samtali við Vísi að starfsmennirnir sem um ræðir hafi aðeins unnið hjá fyrirtækinu í fjóra daga. Hann vildi jafnframt meina að reikningurinn frá Eflingu gerði ráð fyrir miklu hærri upphæð en sem því nemur.

„Við viljum axla ábyrgð og við viljum greiða þessa keðjuábyrgð en við viljum að hún sé greidd á réttum forsendum,“ var jafnframt haft eftir Kristófer.


Tengdar fréttir

Eldum rétt taldi sig breyta rétt

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×