Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Enginn engill“ en heldur ekki morðingi

Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. 

Innlent
Fréttamynd

Sá blóðugan mann hlaupa út og á­rásar­manninn á eftir honum

Karlmaður sem er grunaður um stórfellda líkamsárás og rán í júní síðastliðnum hefur verið látinn afplána 120 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í fyrra. Maðurinn er sagður hafa bankað upp á hjá manni, ráðist á hann, og síðan elt hann þegar honum tókst að komast undan og beitt frekara ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Játning á borðinu í um­fangs­mestu þjófnuðum seinni tíma

Karlmaður sem játað hefur aðild að tveimur umfangsmestu þjófnuðum á reiðufé í sögu landsins heitir Hrannar Markússon. Litlu virðist hafa mátt muna að hann yrði þátttakandi í Gufunesmálinu svokallaða en hann segist ekki hafa nennt með Stefáni Blackburn til Þorlákshafnar. 

Innlent
Fréttamynd

Glímdi við veikindi fyrir and­látið sem breyttu per­sónu­leika hans

Lækn­ir hjá minn­is­mót­töku Land­spít­alans segir Hjörleif Hauk Guðmundsson, manninn sem lét lífið í Gufunesmálinu svokallaða, hafa glímt við veikindi í aðdraganda andlátsins. Þetta kom fram í framburði læknisins sem gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suður­lands í dag.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina ör­laga­ríku

Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hann sagði að honum hefði verið boðið með til Þorlákshafnar kvöldið fyrir nóttina örlagaríku þegar atburðir málsins áttu sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Með mikla á­verka og mjög kaldur þegar hann fannst

Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, gaf skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða í dag. Hann sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák.

Innlent
Fréttamynd

Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn

Karl og kona, sem eru talin hafa brennt íþróttatösku sem innihélt sönnunargögn í Gufunesmálinu svokallaða, báru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Svo virðist sem grunur sé um að þau hafi tekið við töskunni frá Stefáni Blackburn, einum sakborningi málsins.

Innlent
Fréttamynd

Heim­sótti for­eldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hug­mynd að lög­manna­skiptum

Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“.

Innlent
Fréttamynd

Af­sökunar­beiðni Sig­ríðar Bjarkar skipti sköpum

María Sjöfn Árnadóttir sem vann mál gagnvart íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í morgun segir dóminn persónulega viðurkenningu fyrir sig og fordæmisgefandi innan Evrópu. Hún segist hafa orðið fyrir ríkisofbeldi ofan á allt annað en vinnur nú hjá lögreglunni þökk sé afsökunarbeiðni frá ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Sagði til mynd­bönd af Matt­híasi að berja menn í tál­beitu­að­gerðum

Tvö vitni í Gufunesmálinu svokallaða lýstu því fyrir dómi í dag að Matthías Björn Erlingsson, einn sakborninga í málinu, hafi verið virkur þátttakandi í svokölluðum „tálbeituhópi“. Annað vitnanna sagði Lúkas Geir Ingvarsson, annan sakborning, tilheyra sama hópi og að myndbönd væru til af Matthíasi þar sem hann beitti meinta barnaníðinga ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Móðir um sak­borning: „Matthías er blíður og góður“

Foreldrar Matthíasar Björns Erlingssonar, eins sakbornings Gufunesmálsins svokallaða, gáfu skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Móðir hans lýsti honum sem blíðum og góðum dreng sem hefði aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast

Íslenska ríkið gerðist brotlegt við mannréttindasáttmála Evrópu, með því að lögregla hafi látið tilkynningu konu um heimilisofbeldi á hendur fyrrverandi kærasta sínum fyrnast. Maðurinn var ekki yfirheyrður fyrr en eftir að málin voru fyrnd. Önnur kona tapaði sambærilegu máli fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“

Ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, mannsins sem lést í Gufunesmálinu svokallaða, gaf skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún hafnar ásökunum sakborninga málsins alfarið um að hann hafi verið barnaperri.

Innlent
Fréttamynd

„Tesla er ekki málið til að standa í svona“

Rúmlega níutíu mínútna myndband var spilað við aðalmeðferð Gufunessmálsins svokallaða, sem sýndi ferðir fjögurra sakborninga málsins. Myndbandið sýndi frá aðdraganda þess að brotaþolinn, sem síðar lést, var numinn á brott og allt þar til hann fannst látinn um fimm tímum síðar á göngustíg í Gufunesi. 

Innlent
Fréttamynd

„Hann var hræddur, eigin­lega al­veg skít­hræddur“

Átján ára karlmaður sem ákærður er fyrir peningaþvætti í Gufunesmálinu svokallaða segist hafa verið hræddur þegar þrjár milljónir króna voru lagðar inn á bankareikning hans. Hann sagðist hafa tekið við skipunum og aldrei vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Móðir hans segir hann hafa leitað sjálfur til lögreglu enda hafi hann verið skíthræddur.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er fimm­tíu kíló, ég get ekki stoppað hann“

Nítján ára karlmaður sem ákærður er fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í Gufunesmálinu svokallað gerði afar lítið úr sínum þætti úr málinu. Hann sagði meðákærðu mála mun verri mynd af þætti hans en raunin væri. Hann væri einfaldlega ökumaður sem hefði ekki þorað að gera neitt af ótta við að verða sjálfur beittur ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Vön því að hringja í full­orðna karl­menn á fölskum for­sendum

Tvítug kona mætti með grímu, derhúfu og sólgleraugu í Héraðsdóm Suðurlands í morgun og svaraði til saka. Hún er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni sem leiddi til þess að karlmaður á sjötugsaldri með heilabilun lést af áverkum sínum eftir ofsafengið ofbeldi. Hún segist áður hafa aðstoðað í tálbeituaðgerðum með því að hringja í fullorðna karlmenn og þykjast vera stúlka undir lögaldri.

Innlent
Fréttamynd

Til­gangurinn að ná í „easy money“

Lúkas Geir Ingvarsson, sakborningur í Gufunesmálinu, sagði aldrei hafa staðið til að yfirgefa Þorlákshöfn mánudagskvöldið 10. mars. Hann og Stefán Blackburn, annar sakborningur, hefðu ætlað að kúga fé út úr karlmanni sem hefði talið sig vera að ræða við stúlku undir lögaldri. Þá hefði honum ekki komið til hugar að hann gæti látið lífið þegar þeir skildu hann eftir örmagna og lurkum laminn á nærbuxum einum klæða við Gufunes.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafn­mikið af sér

„Það eina sem gerðist þarna var að þarna hitti maður sem var að fara fremja glæp mann sem var í glæpum,“ sagði Stefán Blackburn í aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða sem hófst í Héraðsdómi Suðurlands í dag.

Innlent