Innlent

Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu

Eiður Þór Árnason skrifar
Eldum rétt er sagt vera eitt af nokkrum fyrirtækjum sem keypt hafa vinnuafl af starfsmannaleigunni.
Eldum rétt er sagt vera eitt af nokkrum fyrirtækjum sem keypt hafa vinnuafl af starfsmannaleigunni. Vísir/Ernir
Stéttarfélagið Efling hefur stefnt fyrirtækjunum Eldum rétt og Mönnum í vinnu, sem og forsvarsmönnum fyrirtækjanna, fyrir meðferð þeirra á fjórum rúmenskum verkamönnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.

Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eldum rétt er stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrgð, sem gerir fyrirtækið ábyrgt fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Eldum rétt á að hafa keypt vinnuafl af starfsmannaleigunni í janúar.

Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu.


Tengdar fréttir

Mál Rúmena sé eitt það umfangsmesta á íslenskum vinnumarkaði

Framkvæmdastjóri Eflingar segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Svo umfangsmikil mál séu fátíð á íslenskum vinnumarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×