Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: KR-ingar áberandi þegar fyrri hlutinn var gerður upp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR-ingar eru með sjö stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar karla.
KR-ingar eru með sjö stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar karla. vísir/bára
Fyrri hluti Pepsi Max-deildar karla var gerður upp í Pepsi Max-mörkunum í gærkvöldi.

Hörður Magnússon og félagar völdu þá sem stóðu upp úr í umferðum 1-11 í Pepsi Max-deildinni. Flestir þeirra koma úr KR sem er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar.

Óskar Örn Hauksson var valinn besti leikmaðurinn, Finnur Tómas Pálmason besti ungi leikmaðurinn og Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn.

Óskar Örn og Finnur Tómas voru úrvalsliði umferða 1-11 auk tveggja annarra KR-inga; Beitis Ólafssonar og Pálma Rafns Pálmasonar.

Breiðablik og ÍA áttu tvo fulltrúa hvort félag í úrvalsliðinu og Valur, Stjarnan og Fylkir einn hvert félag.

Besti leikmaðurinn
Klippa: Pepsi Max-mörkin: Bestur í umferðum 1-11
Besti ungi leikmaðurinn
Klippa: Pepsi Max-mörkin: Besti ungi leikmaður umferða 1-11
Besti þjálfarinn
Klippa: Pepsi Max-mörkin: Besti þjálfari umferða 1-11
Úrvalsliðið
Klippa: Pepsi Max-mörkin: Úrvalslið umferða 1-11

Tengdar fréttir

Pepsi Max-mörkin: Mark Guðmundar Steins átti að standa

Guðmundur Steinn Hafsteinsson hefði átt að tryggja Stjörnunni sigur gegn Grindavík í Pepsi Max deild karla á föstudag. Mark hans sem var dæmt af hefði átt að standa að mati sérfræðinga Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×