Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Hættulegur leikur hjá Víkingum sem eiga í hættu að plata sjálfa sig

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Víkingur tapaði fyrir FH í lokaleik 12. umferðar Pepsi Max deildar karla í gærkvöld og situr liðið í fallsæti á markatölu. Sérfræðingar Pepsi Max-markanna segja liðið verða að hætta að skýla sér á bakvið góða frammistöðu og fara að ná í stig.

Kári Árnason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Víking í fimmtán ár í gærkvöld, en hann kom heim úr atvinnumennsku á dögunum.

„Kári verður að koma því inn að þetta snýst um það að þeir nái í stig. Það er alveg sama hvað Arnar segir að þeir spili vel,“ sagði Þorvaldur Örlygsson í Pepsi Max-mörkunum í gær.

„Það er hættulegur leikur sem þeir eru að spila,“ bætti Reynir Leósson við. „Það er talað um hvern frábæra leikinn á fætur öðrum, vissulega spila þeir oft ágætlega úti á vellinum en ég sá þá spila á heimavelli á móti ÍA um daginn og þá fá þeir ekkert af færum.“

„Þetta er ekki að skila þeim stigum.“

„Munurinn á þeim og HK er að HK veit nákvæmlega í hvaða stöðu þeir eru. Þeir vita hver eini séns þeirra að lifa af í þessari deild er. Að berjast og vera skipulagðir.“

„Hættan fyrir Víkinga er sú að þeir plati sjálfa sig. Að það sé leik eftir leik að þeir séu að spila frábærlega og halda boltanum vel innan liðsins, en ef það skilar ekki stigum og ef taflan segir okkur að þeir séu í ellefta sæti þá eru það vandræði fyrir þá,“ sagði Reynir Leósson.

Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×