Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Huglaust hjá dómaranum að reka Óttar Bjarna ekki af velli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Óttar Bjarni er hér að setja hnéð í Valgeir sem liggur á vellinum.
Óttar Bjarni er hér að setja hnéð í Valgeir sem liggur á vellinum.

Skagamenn þoldu mótlætið gegn HK ekki vel um síðustu helgi og varnarmaður liðsins, Óttar Bjarni Guðmundsson, braut illa á hinum 16 ára gamla Valgeiri Valgeirssyni er guttinn hafði skorað seinna mark HK gegn ÍA.

„Óttar dettur á Valgeir en setur svo hnéð í hann er hann reisir sig við. Fyrir mér er þetta pjúra rautt spjald. Dómarinn er rétt við þetta atvik, línuvörðurinn líka, og það var huglaust að taka ekki á þessu,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðina Pepsi Max-markanna.

Í kjölfarið urðu mikil læti er menn tókust á. Þrír leikmenn voru þá spjaldaðir.

Sjá má lætin, rauða spjaldið sem Þórður Þorsteinn Þórðarson fékk og meira til hér að neðan.


Klippa: Pepsi Max-mörkin: Brjálaðir Skagamenn


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.