Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr sigrum Kópavogsliðanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thomas Mikkelsen skoraði þriðja og síðasta mark Breiðabliks í sigrinum ÍBV.
Thomas Mikkelsen skoraði þriðja og síðasta mark Breiðabliks í sigrinum ÍBV. vísir/bára

Dagurinn var góður fyrir Kópavogsliðin Breiðablik og HK sem unnu sína leiki þegar 10. umferð Pepsi Max-deildar karla hófst í dag.

Breiðablik endurheimti toppsæti deildarinnar með 3-1 sigri á ÍBV á Kópavogsvelli.

Eyjamenn komust yfir með glæsilegu marki Telmo Castanheira á 6. mínútu en Kolbeinn Þórðarson jafnaði fyrir Blika í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Á 55. mínútu skoraði Óskar Elías Zoega Óskarsson sjálfsmark og á þeirri 74. gerði Thomas Mikkelsen þriðja mark Blika. Aron Bjarnason var arkitektinn að báðum mörkunum.

HK gerði góða ferð á Akranes og vann 0-2 sigur á ÍA í nýliðaslag.

Bjarni Gunnarsson og hinn 16 ára Valgeir Valgeirsson skoruðu mörk HK-inga sem fóru upp í 9. sætið með sigrinum.

Skagamenn, sem hafa tapað fjórum leikjum í röð í deild og bikar, eru í 3. sæti með 16 stig.

Mörkin úr leikjum dagsins má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.