Samuel Eto'o ráðleggur Mo Salah að fara frá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 10:00 Mohamed Salah fagnar marki með Liverpool. Getty/ Ian MacNicol Er þetta rétti tíminn fyrir Mohamed Salah að yfirgefa Liverpool og reyna að komast að hjá stórliði sunnar í Evrópu? Einn besti afríkanski knattspyrnumaður sögunnar er á því. BBC greinir frá. Egyptinn Mohamed Salah er besti knattspyrnumaður Afríku í dag en fyrir áratug síðan var það mögulega Kamerúninn Samuel Eto'o. Samuel Eto'o spilaði á sínum tíma fyrir félög eins og Barcelona, Internazionale og Chelsea. Nú er hann 38 ára gamall að klára feril sinn í Katar.Samuel Eto'o (ex-Barcelona) "If Salah has the chance to play in the best league of the world, which is the Spanish one, he has to sign for Barcelona. Barcelona would be a better fit. Mo has everything to be one of the best players in the world." [bbc] — FC Barcelona Fl (@FCBarcelonaFl) June 23, 2019Mohamed Salah er búinn að spila tvö eftirminnileg tímabil með Liverpool liðinu og hefur fengið á þeim bæði gull og silfur í Meistaradeildinni. Hann hefur skorað 54 mörk í aðeins 74 leikjum með Liverpool. Salah hefur verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid og þrátt fyrir að Samuel Eto'o vilji sjá Mo Salah fara frá Liverpool þá vill hann ekki sjá hann á Santiago Bernabeu. „Barcelona myndi henta honum betur,“ sagði Samuel Eto'o sem lék í fimm tímabil með Barcelona frá 2004 til 2009. Eto'o þekkir til hjá Real því þar steig hann sín fyrstu sport í atvinnumennsku aðeins fimmtán ára gamall. Eto'o fékk ekki mörg tækifæri hjá Real, var lánaður í þrígang og fór síðan loks nítján ára til RCD Mallorca árið 2000. „Real gaf mér tækifærið til að komast frá Afríku en ég þekki vel leikstíl Barcelona og ég held að hann passi betur inn þar. Ef hann á möguleika á því að spila í bestu deild í heimi, sem er sú spænska, þá ætti hann að skrifa undir hjá Barcelona,“ sagði Samuel Eto'o.Samuel Eto'o urges Mohamed Salah to join Barcelona: Samuel Eto'o has urged Liverpool's star man Mohamed Salah to join Barcelona if given the chance, according to the BBC. He says the club would be a good fit for him. https://t.co/lFtBfbsQY4 — Premier League (@PremierLeague8) June 24, 2019„Mo hefur allt það sem knattspyrnumaður þarf til að verða einn sá besti í heimi,“ sagði Eto'o. Liverpool hefur bætt sig á hverju ári undir stjórn Jürgen Klopp en hefur enn ekki tekist að enda biðina eftir Englandsmeistaratitlinum. Mohamed Salah kæmist eflaust í guðatölu á Anfield ef hann ætti stóran þátt í því að koma með Englandsmeistaratitilinn aftur til Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool þurfa aftur á móti að hafa áhyggjur af stanslausum skrifum enska og spænskra fjölmiðla um mögulegt brotthvarf Egyptans. Mohamed Salah skrifaði hins vegar undir nýjan samning fyrir ári síðan og hann rennur ekki út fyrr en í lok júní árið 2023. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Er þetta rétti tíminn fyrir Mohamed Salah að yfirgefa Liverpool og reyna að komast að hjá stórliði sunnar í Evrópu? Einn besti afríkanski knattspyrnumaður sögunnar er á því. BBC greinir frá. Egyptinn Mohamed Salah er besti knattspyrnumaður Afríku í dag en fyrir áratug síðan var það mögulega Kamerúninn Samuel Eto'o. Samuel Eto'o spilaði á sínum tíma fyrir félög eins og Barcelona, Internazionale og Chelsea. Nú er hann 38 ára gamall að klára feril sinn í Katar.Samuel Eto'o (ex-Barcelona) "If Salah has the chance to play in the best league of the world, which is the Spanish one, he has to sign for Barcelona. Barcelona would be a better fit. Mo has everything to be one of the best players in the world." [bbc] — FC Barcelona Fl (@FCBarcelonaFl) June 23, 2019Mohamed Salah er búinn að spila tvö eftirminnileg tímabil með Liverpool liðinu og hefur fengið á þeim bæði gull og silfur í Meistaradeildinni. Hann hefur skorað 54 mörk í aðeins 74 leikjum með Liverpool. Salah hefur verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid og þrátt fyrir að Samuel Eto'o vilji sjá Mo Salah fara frá Liverpool þá vill hann ekki sjá hann á Santiago Bernabeu. „Barcelona myndi henta honum betur,“ sagði Samuel Eto'o sem lék í fimm tímabil með Barcelona frá 2004 til 2009. Eto'o þekkir til hjá Real því þar steig hann sín fyrstu sport í atvinnumennsku aðeins fimmtán ára gamall. Eto'o fékk ekki mörg tækifæri hjá Real, var lánaður í þrígang og fór síðan loks nítján ára til RCD Mallorca árið 2000. „Real gaf mér tækifærið til að komast frá Afríku en ég þekki vel leikstíl Barcelona og ég held að hann passi betur inn þar. Ef hann á möguleika á því að spila í bestu deild í heimi, sem er sú spænska, þá ætti hann að skrifa undir hjá Barcelona,“ sagði Samuel Eto'o.Samuel Eto'o urges Mohamed Salah to join Barcelona: Samuel Eto'o has urged Liverpool's star man Mohamed Salah to join Barcelona if given the chance, according to the BBC. He says the club would be a good fit for him. https://t.co/lFtBfbsQY4 — Premier League (@PremierLeague8) June 24, 2019„Mo hefur allt það sem knattspyrnumaður þarf til að verða einn sá besti í heimi,“ sagði Eto'o. Liverpool hefur bætt sig á hverju ári undir stjórn Jürgen Klopp en hefur enn ekki tekist að enda biðina eftir Englandsmeistaratitlinum. Mohamed Salah kæmist eflaust í guðatölu á Anfield ef hann ætti stóran þátt í því að koma með Englandsmeistaratitilinn aftur til Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool þurfa aftur á móti að hafa áhyggjur af stanslausum skrifum enska og spænskra fjölmiðla um mögulegt brotthvarf Egyptans. Mohamed Salah skrifaði hins vegar undir nýjan samning fyrir ári síðan og hann rennur ekki út fyrr en í lok júní árið 2023.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti