Enski boltinn

Samuel Eto'o ráðleggur Mo Salah að fara frá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah fagnar marki með Liverpool.
Mohamed Salah fagnar marki með Liverpool. Getty/ Ian MacNicol
Er þetta rétti tíminn fyrir Mohamed Salah að yfirgefa Liverpool og reyna að komast að hjá stórliði sunnar í Evrópu? Einn besti afríkanski knattspyrnumaður sögunnar er á því. BBC greinir frá.Egyptinn Mohamed Salah er besti knattspyrnumaður Afríku í dag en fyrir áratug síðan var það mögulega Kamerúninn Samuel Eto'o.Samuel Eto'o spilaði á sínum tíma fyrir félög eins og Barcelona, Internazionale og Chelsea. Nú er hann 38 ára gamall að klára feril sinn í Katar.Mohamed Salah er búinn að spila tvö eftirminnileg tímabil með Liverpool liðinu og hefur fengið á þeim bæði gull og silfur í Meistaradeildinni. Hann hefur skorað 54 mörk í aðeins 74 leikjum með Liverpool.Salah hefur verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid og þrátt fyrir að Samuel Eto'o vilji sjá Mo Salah fara frá Liverpool þá vill hann ekki sjá hann á Santiago Bernabeu.„Barcelona myndi henta honum betur,“ sagði Samuel Eto'o sem lék í fimm tímabil með Barcelona frá 2004 til 2009.Eto'o þekkir til hjá Real því þar steig hann sín fyrstu sport í atvinnumennsku aðeins fimmtán ára gamall. Eto'o fékk ekki mörg tækifæri hjá Real, var lánaður í þrígang og fór síðan loks nítján ára til RCD Mallorca árið 2000.„Real gaf mér tækifærið til að komast frá Afríku en ég þekki vel leikstíl Barcelona og ég held að hann passi betur inn þar. Ef hann á möguleika á því að spila í bestu deild í heimi, sem er sú spænska, þá ætti hann að skrifa undir hjá Barcelona,“ sagði Samuel Eto'o.„Mo hefur allt það sem knattspyrnumaður þarf til að verða einn sá besti í heimi,“ sagði Eto'o.Liverpool hefur bætt sig á hverju ári undir stjórn Jürgen Klopp en hefur enn ekki tekist að enda biðina eftir Englandsmeistaratitlinum. Mohamed Salah kæmist eflaust í guðatölu á Anfield ef hann ætti stóran þátt í því að koma með Englandsmeistaratitilinn aftur til Liverpool.Stuðningsmenn Liverpool þurfa aftur á móti að hafa áhyggjur af stanslausum skrifum enska og spænskra fjölmiðla um mögulegt brotthvarf Egyptans. Mohamed Salah skrifaði hins vegar undir nýjan samning fyrir ári síðan og hann rennur ekki út fyrr en í lok júní árið 2023.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.