Samuel Eto'o ráðleggur Mo Salah að fara frá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 10:00 Mohamed Salah fagnar marki með Liverpool. Getty/ Ian MacNicol Er þetta rétti tíminn fyrir Mohamed Salah að yfirgefa Liverpool og reyna að komast að hjá stórliði sunnar í Evrópu? Einn besti afríkanski knattspyrnumaður sögunnar er á því. BBC greinir frá. Egyptinn Mohamed Salah er besti knattspyrnumaður Afríku í dag en fyrir áratug síðan var það mögulega Kamerúninn Samuel Eto'o. Samuel Eto'o spilaði á sínum tíma fyrir félög eins og Barcelona, Internazionale og Chelsea. Nú er hann 38 ára gamall að klára feril sinn í Katar.Samuel Eto'o (ex-Barcelona) "If Salah has the chance to play in the best league of the world, which is the Spanish one, he has to sign for Barcelona. Barcelona would be a better fit. Mo has everything to be one of the best players in the world." [bbc] — FC Barcelona Fl (@FCBarcelonaFl) June 23, 2019Mohamed Salah er búinn að spila tvö eftirminnileg tímabil með Liverpool liðinu og hefur fengið á þeim bæði gull og silfur í Meistaradeildinni. Hann hefur skorað 54 mörk í aðeins 74 leikjum með Liverpool. Salah hefur verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid og þrátt fyrir að Samuel Eto'o vilji sjá Mo Salah fara frá Liverpool þá vill hann ekki sjá hann á Santiago Bernabeu. „Barcelona myndi henta honum betur,“ sagði Samuel Eto'o sem lék í fimm tímabil með Barcelona frá 2004 til 2009. Eto'o þekkir til hjá Real því þar steig hann sín fyrstu sport í atvinnumennsku aðeins fimmtán ára gamall. Eto'o fékk ekki mörg tækifæri hjá Real, var lánaður í þrígang og fór síðan loks nítján ára til RCD Mallorca árið 2000. „Real gaf mér tækifærið til að komast frá Afríku en ég þekki vel leikstíl Barcelona og ég held að hann passi betur inn þar. Ef hann á möguleika á því að spila í bestu deild í heimi, sem er sú spænska, þá ætti hann að skrifa undir hjá Barcelona,“ sagði Samuel Eto'o.Samuel Eto'o urges Mohamed Salah to join Barcelona: Samuel Eto'o has urged Liverpool's star man Mohamed Salah to join Barcelona if given the chance, according to the BBC. He says the club would be a good fit for him. https://t.co/lFtBfbsQY4 — Premier League (@PremierLeague8) June 24, 2019„Mo hefur allt það sem knattspyrnumaður þarf til að verða einn sá besti í heimi,“ sagði Eto'o. Liverpool hefur bætt sig á hverju ári undir stjórn Jürgen Klopp en hefur enn ekki tekist að enda biðina eftir Englandsmeistaratitlinum. Mohamed Salah kæmist eflaust í guðatölu á Anfield ef hann ætti stóran þátt í því að koma með Englandsmeistaratitilinn aftur til Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool þurfa aftur á móti að hafa áhyggjur af stanslausum skrifum enska og spænskra fjölmiðla um mögulegt brotthvarf Egyptans. Mohamed Salah skrifaði hins vegar undir nýjan samning fyrir ári síðan og hann rennur ekki út fyrr en í lok júní árið 2023. Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Sjá meira
Er þetta rétti tíminn fyrir Mohamed Salah að yfirgefa Liverpool og reyna að komast að hjá stórliði sunnar í Evrópu? Einn besti afríkanski knattspyrnumaður sögunnar er á því. BBC greinir frá. Egyptinn Mohamed Salah er besti knattspyrnumaður Afríku í dag en fyrir áratug síðan var það mögulega Kamerúninn Samuel Eto'o. Samuel Eto'o spilaði á sínum tíma fyrir félög eins og Barcelona, Internazionale og Chelsea. Nú er hann 38 ára gamall að klára feril sinn í Katar.Samuel Eto'o (ex-Barcelona) "If Salah has the chance to play in the best league of the world, which is the Spanish one, he has to sign for Barcelona. Barcelona would be a better fit. Mo has everything to be one of the best players in the world." [bbc] — FC Barcelona Fl (@FCBarcelonaFl) June 23, 2019Mohamed Salah er búinn að spila tvö eftirminnileg tímabil með Liverpool liðinu og hefur fengið á þeim bæði gull og silfur í Meistaradeildinni. Hann hefur skorað 54 mörk í aðeins 74 leikjum með Liverpool. Salah hefur verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid og þrátt fyrir að Samuel Eto'o vilji sjá Mo Salah fara frá Liverpool þá vill hann ekki sjá hann á Santiago Bernabeu. „Barcelona myndi henta honum betur,“ sagði Samuel Eto'o sem lék í fimm tímabil með Barcelona frá 2004 til 2009. Eto'o þekkir til hjá Real því þar steig hann sín fyrstu sport í atvinnumennsku aðeins fimmtán ára gamall. Eto'o fékk ekki mörg tækifæri hjá Real, var lánaður í þrígang og fór síðan loks nítján ára til RCD Mallorca árið 2000. „Real gaf mér tækifærið til að komast frá Afríku en ég þekki vel leikstíl Barcelona og ég held að hann passi betur inn þar. Ef hann á möguleika á því að spila í bestu deild í heimi, sem er sú spænska, þá ætti hann að skrifa undir hjá Barcelona,“ sagði Samuel Eto'o.Samuel Eto'o urges Mohamed Salah to join Barcelona: Samuel Eto'o has urged Liverpool's star man Mohamed Salah to join Barcelona if given the chance, according to the BBC. He says the club would be a good fit for him. https://t.co/lFtBfbsQY4 — Premier League (@PremierLeague8) June 24, 2019„Mo hefur allt það sem knattspyrnumaður þarf til að verða einn sá besti í heimi,“ sagði Eto'o. Liverpool hefur bætt sig á hverju ári undir stjórn Jürgen Klopp en hefur enn ekki tekist að enda biðina eftir Englandsmeistaratitlinum. Mohamed Salah kæmist eflaust í guðatölu á Anfield ef hann ætti stóran þátt í því að koma með Englandsmeistaratitilinn aftur til Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool þurfa aftur á móti að hafa áhyggjur af stanslausum skrifum enska og spænskra fjölmiðla um mögulegt brotthvarf Egyptans. Mohamed Salah skrifaði hins vegar undir nýjan samning fyrir ári síðan og hann rennur ekki út fyrr en í lok júní árið 2023.
Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Sjá meira