Samuel Eto'o ráðleggur Mo Salah að fara frá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 10:00 Mohamed Salah fagnar marki með Liverpool. Getty/ Ian MacNicol Er þetta rétti tíminn fyrir Mohamed Salah að yfirgefa Liverpool og reyna að komast að hjá stórliði sunnar í Evrópu? Einn besti afríkanski knattspyrnumaður sögunnar er á því. BBC greinir frá. Egyptinn Mohamed Salah er besti knattspyrnumaður Afríku í dag en fyrir áratug síðan var það mögulega Kamerúninn Samuel Eto'o. Samuel Eto'o spilaði á sínum tíma fyrir félög eins og Barcelona, Internazionale og Chelsea. Nú er hann 38 ára gamall að klára feril sinn í Katar.Samuel Eto'o (ex-Barcelona) "If Salah has the chance to play in the best league of the world, which is the Spanish one, he has to sign for Barcelona. Barcelona would be a better fit. Mo has everything to be one of the best players in the world." [bbc] — FC Barcelona Fl (@FCBarcelonaFl) June 23, 2019Mohamed Salah er búinn að spila tvö eftirminnileg tímabil með Liverpool liðinu og hefur fengið á þeim bæði gull og silfur í Meistaradeildinni. Hann hefur skorað 54 mörk í aðeins 74 leikjum með Liverpool. Salah hefur verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid og þrátt fyrir að Samuel Eto'o vilji sjá Mo Salah fara frá Liverpool þá vill hann ekki sjá hann á Santiago Bernabeu. „Barcelona myndi henta honum betur,“ sagði Samuel Eto'o sem lék í fimm tímabil með Barcelona frá 2004 til 2009. Eto'o þekkir til hjá Real því þar steig hann sín fyrstu sport í atvinnumennsku aðeins fimmtán ára gamall. Eto'o fékk ekki mörg tækifæri hjá Real, var lánaður í þrígang og fór síðan loks nítján ára til RCD Mallorca árið 2000. „Real gaf mér tækifærið til að komast frá Afríku en ég þekki vel leikstíl Barcelona og ég held að hann passi betur inn þar. Ef hann á möguleika á því að spila í bestu deild í heimi, sem er sú spænska, þá ætti hann að skrifa undir hjá Barcelona,“ sagði Samuel Eto'o.Samuel Eto'o urges Mohamed Salah to join Barcelona: Samuel Eto'o has urged Liverpool's star man Mohamed Salah to join Barcelona if given the chance, according to the BBC. He says the club would be a good fit for him. https://t.co/lFtBfbsQY4 — Premier League (@PremierLeague8) June 24, 2019„Mo hefur allt það sem knattspyrnumaður þarf til að verða einn sá besti í heimi,“ sagði Eto'o. Liverpool hefur bætt sig á hverju ári undir stjórn Jürgen Klopp en hefur enn ekki tekist að enda biðina eftir Englandsmeistaratitlinum. Mohamed Salah kæmist eflaust í guðatölu á Anfield ef hann ætti stóran þátt í því að koma með Englandsmeistaratitilinn aftur til Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool þurfa aftur á móti að hafa áhyggjur af stanslausum skrifum enska og spænskra fjölmiðla um mögulegt brotthvarf Egyptans. Mohamed Salah skrifaði hins vegar undir nýjan samning fyrir ári síðan og hann rennur ekki út fyrr en í lok júní árið 2023. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Er þetta rétti tíminn fyrir Mohamed Salah að yfirgefa Liverpool og reyna að komast að hjá stórliði sunnar í Evrópu? Einn besti afríkanski knattspyrnumaður sögunnar er á því. BBC greinir frá. Egyptinn Mohamed Salah er besti knattspyrnumaður Afríku í dag en fyrir áratug síðan var það mögulega Kamerúninn Samuel Eto'o. Samuel Eto'o spilaði á sínum tíma fyrir félög eins og Barcelona, Internazionale og Chelsea. Nú er hann 38 ára gamall að klára feril sinn í Katar.Samuel Eto'o (ex-Barcelona) "If Salah has the chance to play in the best league of the world, which is the Spanish one, he has to sign for Barcelona. Barcelona would be a better fit. Mo has everything to be one of the best players in the world." [bbc] — FC Barcelona Fl (@FCBarcelonaFl) June 23, 2019Mohamed Salah er búinn að spila tvö eftirminnileg tímabil með Liverpool liðinu og hefur fengið á þeim bæði gull og silfur í Meistaradeildinni. Hann hefur skorað 54 mörk í aðeins 74 leikjum með Liverpool. Salah hefur verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid og þrátt fyrir að Samuel Eto'o vilji sjá Mo Salah fara frá Liverpool þá vill hann ekki sjá hann á Santiago Bernabeu. „Barcelona myndi henta honum betur,“ sagði Samuel Eto'o sem lék í fimm tímabil með Barcelona frá 2004 til 2009. Eto'o þekkir til hjá Real því þar steig hann sín fyrstu sport í atvinnumennsku aðeins fimmtán ára gamall. Eto'o fékk ekki mörg tækifæri hjá Real, var lánaður í þrígang og fór síðan loks nítján ára til RCD Mallorca árið 2000. „Real gaf mér tækifærið til að komast frá Afríku en ég þekki vel leikstíl Barcelona og ég held að hann passi betur inn þar. Ef hann á möguleika á því að spila í bestu deild í heimi, sem er sú spænska, þá ætti hann að skrifa undir hjá Barcelona,“ sagði Samuel Eto'o.Samuel Eto'o urges Mohamed Salah to join Barcelona: Samuel Eto'o has urged Liverpool's star man Mohamed Salah to join Barcelona if given the chance, according to the BBC. He says the club would be a good fit for him. https://t.co/lFtBfbsQY4 — Premier League (@PremierLeague8) June 24, 2019„Mo hefur allt það sem knattspyrnumaður þarf til að verða einn sá besti í heimi,“ sagði Eto'o. Liverpool hefur bætt sig á hverju ári undir stjórn Jürgen Klopp en hefur enn ekki tekist að enda biðina eftir Englandsmeistaratitlinum. Mohamed Salah kæmist eflaust í guðatölu á Anfield ef hann ætti stóran þátt í því að koma með Englandsmeistaratitilinn aftur til Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool þurfa aftur á móti að hafa áhyggjur af stanslausum skrifum enska og spænskra fjölmiðla um mögulegt brotthvarf Egyptans. Mohamed Salah skrifaði hins vegar undir nýjan samning fyrir ári síðan og hann rennur ekki út fyrr en í lok júní árið 2023.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira