Erlent

Játaði morðið á Lübcke

Andri Eysteinsson skrifar
Lübcke fannst myrtur fyrir utan heimili sitt 2. júní.
Lübcke fannst myrtur fyrir utan heimili sitt 2. júní. Getty/EPA
Karlmaður, þekktur sem Stephan E., hefur játað að hafa myrt þýska stjórnmálamanninn Walter Lübcke fyrir utan heimili Lübcke í byrjun mánaðarins.

Maðurinn, sem tengdur er inn í öfga-hægri hópa í Þýskalandi, kveðst hafa myrt Lübcke vegna frjálslyndra skoðana hans.

Lübcke sem varð 65 ára gamall var flokksbróðir Angelu Merkel Kanslara Þýskalands í CDU flokknum og hafði löngum talað fyrir réttindum innflytjenda og hælisleitenda. Það féll illa í kramið hjá ýmsum hópum þjóðernissinna og hafði Lübcke reglulega borist líflátshótanir.

Stephan E. sem er 45 ára gamall var handtekinn fyrr í mánuðinum eftir að erfðaefni sem fannst á vettvangi morðsins var rakið aftur til hans en Lübcke var myrtur á verönd heimili hans með byssuskoti í höfuðið af stuttu færi.

CNN greinir frá að Stephan E. hafi játað morðið síðasta þriðjudag en einnig að tveir grunaðir samverkamenn hafi nú einnig verið handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×