Grunaður morðingi Lübcke tengdur inn í öfga-hægri hópa Andri Eysteinsson skrifar 17. júní 2019 19:31 Þýska lögreglan á vettvangi glæps. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Johannes Simon Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi. Guardian greinir frá. Walter Lübcke, sem gegndi stöðu ríkisstjóra Hesse í Þýskalandi og var flokksbróðir Angelu Merkel, Þýskalandskeisara, fannst látinn fyrir utan heimili sitt 2. júní síðastliðinn. Banamein hans var byssuskot í höfuðið af stuttu færi en sjálfsvíg var eftir stutta athugun útilokað. Lübcke var þekktur fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum og þótti hann vera mikill andstæðingur öfga-hægri hópa og hópa sem ala á hatri á innflytjendum. Þýska lögreglan telur að sá handtekni, sem nefndur er Stephan E., samkvæmt þýskri hefð um umfjöllun um grunaða glæpamenn, sé tengdur inn í Hesse-deild öfgahægri NPD flokksins ásamt því að hafa verið í samskiptum við herskáan hóp sem ber nafnið Combat 18. Talan 18 í nafni hópsins vísar til fyrsta og áttunda stafs stafrófsins, upphafsstafa Adolfs Hitler. Stephan E. Hlaut árið 1993 fangelsisdóm vegna tilraunar hans til að koma fyrir rörasprengju í brennandi bíl fyrir utan athvarf fyrir hælisleitendur í bænum Hohenstein-Steckenroth. Íbúum athvarfsins tókst hins vegar að slökkva eldinn í bílnum og koma í veg fyrir sprengingu. Sextán árum síðar var hann handtekinn í München vegna þáttöku í hópi öfgahægrimanna sem réðust að verkalýðsviðburði og hlaut Stephan E. Sjö mánaða skilorðsbundinn dóm vegna þessa. Stephan E var svo að lokum handtekinn á heimili sínu árla laugardagsmorguns. Yfirvöld hafa greint frá því að DNA sem fannst á fatnaði Lübcke hafi gefið þeim vísbendingu um að Stephan væri maðurinn sem leitað væri að. Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. 9. júní 2019 15:50 Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi. Guardian greinir frá. Walter Lübcke, sem gegndi stöðu ríkisstjóra Hesse í Þýskalandi og var flokksbróðir Angelu Merkel, Þýskalandskeisara, fannst látinn fyrir utan heimili sitt 2. júní síðastliðinn. Banamein hans var byssuskot í höfuðið af stuttu færi en sjálfsvíg var eftir stutta athugun útilokað. Lübcke var þekktur fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum og þótti hann vera mikill andstæðingur öfga-hægri hópa og hópa sem ala á hatri á innflytjendum. Þýska lögreglan telur að sá handtekni, sem nefndur er Stephan E., samkvæmt þýskri hefð um umfjöllun um grunaða glæpamenn, sé tengdur inn í Hesse-deild öfgahægri NPD flokksins ásamt því að hafa verið í samskiptum við herskáan hóp sem ber nafnið Combat 18. Talan 18 í nafni hópsins vísar til fyrsta og áttunda stafs stafrófsins, upphafsstafa Adolfs Hitler. Stephan E. Hlaut árið 1993 fangelsisdóm vegna tilraunar hans til að koma fyrir rörasprengju í brennandi bíl fyrir utan athvarf fyrir hælisleitendur í bænum Hohenstein-Steckenroth. Íbúum athvarfsins tókst hins vegar að slökkva eldinn í bílnum og koma í veg fyrir sprengingu. Sextán árum síðar var hann handtekinn í München vegna þáttöku í hópi öfgahægrimanna sem réðust að verkalýðsviðburði og hlaut Stephan E. Sjö mánaða skilorðsbundinn dóm vegna þessa. Stephan E var svo að lokum handtekinn á heimili sínu árla laugardagsmorguns. Yfirvöld hafa greint frá því að DNA sem fannst á fatnaði Lübcke hafi gefið þeim vísbendingu um að Stephan væri maðurinn sem leitað væri að.
Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. 9. júní 2019 15:50 Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. 9. júní 2019 15:50
Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43