Erlent

Jimmy Carter efast um lögmæti kjörs Trumps

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Ummæli Carters hafa vakið mikla athygli en virtir blaða- og fréttamenn eins og Nicholas Kristof hjá New York Times og Maggie Haberman, sem er einnig dálkahöfundur og blaðamaður New York Times, hafa deilt frásögninni.
Ummæli Carters hafa vakið mikla athygli en virtir blaða- og fréttamenn eins og Nicholas Kristof hjá New York Times og Maggie Haberman, sem er einnig dálkahöfundur og blaðamaður New York Times, hafa deilt frásögninni. Getty/Washington Post

Jimmy Carter, sem var forseti Bandaríkjanna frá 1976-1980, sagði á málstofu um mannréttindi á vegum Carter Center klukkan hálfþrjú í dag að íslenskum tíma að full rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 myndi leiða í ljós að Donald Trump hefði í reynd náð kjöri vegna afskipta Rússa.



Var hann þá spurður hvort efast mætti með réttu um lögmæti kjörs Bandaríkjaforseta og hvort kjör Trumps væri í reynd ólögmætt. Sagði Carter svo vera og sagðist hann standa við orð sín.



Susan Page, sem stýrir skrifstofu bandaríska dagblaðsins USA Today í Washington D.C, greindi frá þessu á Twitter og vitnaði orðrétt í Carter en hún situr málstofuna.



Ummæli Carters hafa vakið mikla athygli en virtir blaða- og fréttamenn eins og Nicholas Kristof hjá New York Times og Maggie Haberman, sem er einnig dálkahöfundur og blaðamaður New York Times, hafa deilt frásögninni.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×