Erlent

Vilja bola umsjónarmanni Rússarannsóknarinnar úr embætti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rod Rosenstein hefur hina umdeildu Rússarannsókn á sinni könnu.
Rod Rosenstein hefur hina umdeildu Rússarannsókn á sinni könnu. Vísir/AFP
Tveir af íhaldsamari meðlimum bandaríska Repúblikanaflokksins vinna nú að því að víkja aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, úr starfi.

Repúblikanarnir Mark Meadows og Jim Jordan lögðu í gærkvöld fram formlega beiðni þess efnis þar sem fram kemur óánægja þeirra með störf Rosenstein. Þeir segja að aðstoðardómsmálaráðherrann hafi neitað þeim um aðgang að gögnum sem tengjast sérstakri rannsókn Roberts Muller, sem kannar nú tengsl kosningaliðs Bandaríkjaforseta og Trumps fyrir kosningarnar 2016.

Það er mat repúblikanana að Rosenstein hafi með þessu staðið í veg fyrir eðlilegu eftirliti þingsins með rannsókninnni.

Rosenstein, sem tók við umsjón sérstöku rannsóknarinnar eftir að dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sagði sig frá henni vegna hagsmunaárekstra, neitar alfarið ásökunum þeirra Meadows og Jordan.

Til þess að víkja Rosenstein úr starfi þyrfu repúblikanarnir að fá stuðning meirihluta fulltrúadeildarinnar - sem og aukinn meirihluta í öldungadeildinni. Því telja fréttaskýrendur ólíklegt að þeir hafi erindi sem erfiði.

Meadows og Jordan muni þó fá næga og mikilvæga fjölmiðlaathygli á næstu dögum. Rússarannsóknin er gríðarlega óvinsæl með repúblikana og gæti framgana þeirra tveggja því aukið hróður þeirra fyrir þingkosningarnar vestanhafs í haust.


Tengdar fréttir

12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×