Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2019 21:12 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fullyrðir að Íranir hafi staðið að baki árásum á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en utanríkisráðherra Írans hefur lýst þeim sem „grunsamlegum“. Vangaveltur eru uppi um að flutningaskipin tvö hafi orðið fyrir tundurskeytum eða neðansjávarsprengju. Áhöfnum beggja skipa var bjargað. Svipaðar árásir voru gerðar á fjögur flutningaskip á svipuðum slóðum í maí. Pompeo lagði ekki fram sannanir fyrir ábyrgð Írana þegar hann ræddi við fréttamenn í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann sagði matið byggja á njósnum, vopnunum sem voru notuð, sérfræðiþekkingunni sem til þurfti, nýlegar árásir sem Íranir hafa verið sakaðir um og að aðrir hópar séu ekki færir um árásir af þessu tagi. Spenna á milli Bandaríkjanna og Írans hefur stigmagnast undanfarnar vikur og mánuði. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt viðskiptaþvinganir á Írani eftir að hann sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran í fyrra. Íranar hafa á móti hótað að loka Hormússundi fái þeir ekki að selja olíu úr landi. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, lýsti árásunum sem „grunsamlegum“ á Twitter. Íranir neita ábyrgð á árásunum sem áttu sér stað í maí. Öryggissérfræðingar vara við því að hrapað sé að ályktunum um árásirnar í dag. Hugsanlega séu Íranir ábyrgir en einnig sé mögulegt aðrir hópar reyni að koma höggi á stjórnvöld í Teheran. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fullyrðir að Íranir hafi staðið að baki árásum á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en utanríkisráðherra Írans hefur lýst þeim sem „grunsamlegum“. Vangaveltur eru uppi um að flutningaskipin tvö hafi orðið fyrir tundurskeytum eða neðansjávarsprengju. Áhöfnum beggja skipa var bjargað. Svipaðar árásir voru gerðar á fjögur flutningaskip á svipuðum slóðum í maí. Pompeo lagði ekki fram sannanir fyrir ábyrgð Írana þegar hann ræddi við fréttamenn í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann sagði matið byggja á njósnum, vopnunum sem voru notuð, sérfræðiþekkingunni sem til þurfti, nýlegar árásir sem Íranir hafa verið sakaðir um og að aðrir hópar séu ekki færir um árásir af þessu tagi. Spenna á milli Bandaríkjanna og Írans hefur stigmagnast undanfarnar vikur og mánuði. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt viðskiptaþvinganir á Írani eftir að hann sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran í fyrra. Íranar hafa á móti hótað að loka Hormússundi fái þeir ekki að selja olíu úr landi. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, lýsti árásunum sem „grunsamlegum“ á Twitter. Íranir neita ábyrgð á árásunum sem áttu sér stað í maí. Öryggissérfræðingar vara við því að hrapað sé að ályktunum um árásirnar í dag. Hugsanlega séu Íranir ábyrgir en einnig sé mögulegt aðrir hópar reyni að koma höggi á stjórnvöld í Teheran.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Sjá meira
Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30