Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2019 10:30 Annað skipanna sem um ræðir, Front Altair, í höfn í Antwerpen í Belgíu árið 2018. Patrick Vereecke/AP Áhöfnum tveggja olíuskipa á Ómanflóa hefur verið bjargað eftir að sprengingar urðu í skipunum tveimur. Alls 44 áhafnarmeðlimum var bjargað. Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. Íranska landhelgisgæslan bjargaði fólkinu samkvæmt ríkisfjölmiðli Írans sem segir að um slys hafi verið að ræða. Orsök sprenginganna hefur þó ekki fengist staðfest, samkvæmt frétt BBC af málinu. Bandarískt herskip tók einnig þátt í björgunaraðgerðunum. Aðeins mánuður er síðan ráðist var á fjögur olíuskip undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bandaríkin sökuðu Írani um að standa á bak við þær árásir en stjórnvöld í Íran hafa neitað því statt og staðfastlega. Josh Frey hjá fimmta flota bandaríska sjóhersins segir í yfirlýsingu að sjóhernum hafi borist tvö neyðarköll vegna málsins, það fyrra klukkan 06:12 að staðartíma en það seinna tæpum 50 mínútum síðar og að herskipið USS Bainbridge hefði haldið til móts við skipin tvö. Íranska fréttastöðin IRIB birti í dag færslu með mynd sem sögð er vera af öðru skipinu, Front Altair, þar sem það brennur og sjá má stóran reykjarmökk stíga upp til himins.تصوير اختصاصي #خبرگزاري_صدا_و_سيما از کشتي هاي حادثه ديده در #دریای_عمان نفتکش "فرانت التیر" که در دریای عمان هدف قرار گرفته بود، کامل غرق شد. وزارت تجارت ژاپن: دو نفتکش حادثهدیده در دریای عمان، حامل «محموله متعلق به ژاپن» بوده است#انفجار_ناقلتي_نفط_ببحر_عُمانpic.twitter.com/Vv3hkW3LCV — خبرگزاری صداوسیما (@iribnewsFa) June 13, 2019Annað skipið mögulega hæft með tundurskeyti Talsmaður CPC Corp, taívansks ríkisfyrirtækis sem fer með eldsneytismálefni í Taívan og var með annað skipanna sem um ræðir, Front Altair, á leigu, segir 75 þúsund tonn af eldsneyti hafa verið um borð í skipinu og segir grun leika á að skipið hafi verið hæft með tundurskeyti. Hann segir öllum áhafnarmeðlimum skipsins hafa verið bjargað. Skipið er í eigu norska fyrirtækisins Frontline. Fyrirtækið sem gerði út hitt skipið, Kokuka Courageous, segir áhöfn þess hafa verið bjargað af skipi sem átti leið hjá. Skipið hafi verið við flutninga á metanóli og að ekki væri hætta á að það myndi sökkva. Ríkismiðlar í Íran segja skipverja hafa verið flutta til hafnar í bænum Jask í suður Íran. Bandaríkin Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira
Áhöfnum tveggja olíuskipa á Ómanflóa hefur verið bjargað eftir að sprengingar urðu í skipunum tveimur. Alls 44 áhafnarmeðlimum var bjargað. Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. Íranska landhelgisgæslan bjargaði fólkinu samkvæmt ríkisfjölmiðli Írans sem segir að um slys hafi verið að ræða. Orsök sprenginganna hefur þó ekki fengist staðfest, samkvæmt frétt BBC af málinu. Bandarískt herskip tók einnig þátt í björgunaraðgerðunum. Aðeins mánuður er síðan ráðist var á fjögur olíuskip undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bandaríkin sökuðu Írani um að standa á bak við þær árásir en stjórnvöld í Íran hafa neitað því statt og staðfastlega. Josh Frey hjá fimmta flota bandaríska sjóhersins segir í yfirlýsingu að sjóhernum hafi borist tvö neyðarköll vegna málsins, það fyrra klukkan 06:12 að staðartíma en það seinna tæpum 50 mínútum síðar og að herskipið USS Bainbridge hefði haldið til móts við skipin tvö. Íranska fréttastöðin IRIB birti í dag færslu með mynd sem sögð er vera af öðru skipinu, Front Altair, þar sem það brennur og sjá má stóran reykjarmökk stíga upp til himins.تصوير اختصاصي #خبرگزاري_صدا_و_سيما از کشتي هاي حادثه ديده در #دریای_عمان نفتکش "فرانت التیر" که در دریای عمان هدف قرار گرفته بود، کامل غرق شد. وزارت تجارت ژاپن: دو نفتکش حادثهدیده در دریای عمان، حامل «محموله متعلق به ژاپن» بوده است#انفجار_ناقلتي_نفط_ببحر_عُمانpic.twitter.com/Vv3hkW3LCV — خبرگزاری صداوسیما (@iribnewsFa) June 13, 2019Annað skipið mögulega hæft með tundurskeyti Talsmaður CPC Corp, taívansks ríkisfyrirtækis sem fer með eldsneytismálefni í Taívan og var með annað skipanna sem um ræðir, Front Altair, á leigu, segir 75 þúsund tonn af eldsneyti hafa verið um borð í skipinu og segir grun leika á að skipið hafi verið hæft með tundurskeyti. Hann segir öllum áhafnarmeðlimum skipsins hafa verið bjargað. Skipið er í eigu norska fyrirtækisins Frontline. Fyrirtækið sem gerði út hitt skipið, Kokuka Courageous, segir áhöfn þess hafa verið bjargað af skipi sem átti leið hjá. Skipið hafi verið við flutninga á metanóli og að ekki væri hætta á að það myndi sökkva. Ríkismiðlar í Íran segja skipverja hafa verið flutta til hafnar í bænum Jask í suður Íran.
Bandaríkin Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira