Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2019 11:30 Annað skipanna sem varð fyrir árásinni. ISN/AP Bandaríski herinn hefur gert opinbert myndband sem á að sýna íranska sérsveit fjarlægja ósprungið tundurdufl úr öðru tveggja olíuflutningaskipa sem ráðist var á á Ómanflóa í gær. Bandaríkin segja Írani standa á bak við árásirnar og hafa lagt myndbandið fram til stuðnings þeim ásökunum. Auk myndbandsins hafa Bandaríkjamenn lagt fram ljósmynd sem sýnir skipið eftir árásina. Utan á því má sjá eitthvað sem Bandaríkin segja vera sprengjuna sem um ræðir. BBC greinir frá. Árásirnar áttu sér stað í gær en skotmörkin voru, eins og áður sagði, tvö olíuflutningaskip. Ekkert mannfall varð í árásunum. Íranir hafa alfarið hafnað ásökunum Bandaríkjanna en utanríkisráðherra Írans hefur lýst árásunum sem „grunsamlegum.“ Spenna á milli Bandaríkjanna og Írans hefur stigmagnast undanfarnar vikur og mánuði. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt viðskiptaþvinganir á Írani eftir að hann sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran í fyrra. Íranar hafa á móti hótað að loka Hormússundi fái þeir ekki að selja olíu úr landi. Öryggissérfræðingar vara við því að hrapað sé að ályktunum um árásirnar í gær. Hugsanlega séu Íranir ábyrgir en einnig sé mögulegt aðrir hópar reyni að koma höggi á stjórnvöld í Teheran. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12 Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Bandaríski herinn hefur gert opinbert myndband sem á að sýna íranska sérsveit fjarlægja ósprungið tundurdufl úr öðru tveggja olíuflutningaskipa sem ráðist var á á Ómanflóa í gær. Bandaríkin segja Írani standa á bak við árásirnar og hafa lagt myndbandið fram til stuðnings þeim ásökunum. Auk myndbandsins hafa Bandaríkjamenn lagt fram ljósmynd sem sýnir skipið eftir árásina. Utan á því má sjá eitthvað sem Bandaríkin segja vera sprengjuna sem um ræðir. BBC greinir frá. Árásirnar áttu sér stað í gær en skotmörkin voru, eins og áður sagði, tvö olíuflutningaskip. Ekkert mannfall varð í árásunum. Íranir hafa alfarið hafnað ásökunum Bandaríkjanna en utanríkisráðherra Írans hefur lýst árásunum sem „grunsamlegum.“ Spenna á milli Bandaríkjanna og Írans hefur stigmagnast undanfarnar vikur og mánuði. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt viðskiptaþvinganir á Írani eftir að hann sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran í fyrra. Íranar hafa á móti hótað að loka Hormússundi fái þeir ekki að selja olíu úr landi. Öryggissérfræðingar vara við því að hrapað sé að ályktunum um árásirnar í gær. Hugsanlega séu Íranir ábyrgir en einnig sé mögulegt aðrir hópar reyni að koma höggi á stjórnvöld í Teheran.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12 Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12
Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30