Grunaður morðingi Lübcke tengdur inn í öfga-hægri hópa Andri Eysteinsson skrifar 17. júní 2019 19:31 Þýska lögreglan á vettvangi glæps. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Johannes Simon Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi. Guardian greinir frá. Walter Lübcke, sem gegndi stöðu ríkisstjóra Hesse í Þýskalandi og var flokksbróðir Angelu Merkel, Þýskalandskeisara, fannst látinn fyrir utan heimili sitt 2. júní síðastliðinn. Banamein hans var byssuskot í höfuðið af stuttu færi en sjálfsvíg var eftir stutta athugun útilokað. Lübcke var þekktur fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum og þótti hann vera mikill andstæðingur öfga-hægri hópa og hópa sem ala á hatri á innflytjendum. Þýska lögreglan telur að sá handtekni, sem nefndur er Stephan E., samkvæmt þýskri hefð um umfjöllun um grunaða glæpamenn, sé tengdur inn í Hesse-deild öfgahægri NPD flokksins ásamt því að hafa verið í samskiptum við herskáan hóp sem ber nafnið Combat 18. Talan 18 í nafni hópsins vísar til fyrsta og áttunda stafs stafrófsins, upphafsstafa Adolfs Hitler. Stephan E. Hlaut árið 1993 fangelsisdóm vegna tilraunar hans til að koma fyrir rörasprengju í brennandi bíl fyrir utan athvarf fyrir hælisleitendur í bænum Hohenstein-Steckenroth. Íbúum athvarfsins tókst hins vegar að slökkva eldinn í bílnum og koma í veg fyrir sprengingu. Sextán árum síðar var hann handtekinn í München vegna þáttöku í hópi öfgahægrimanna sem réðust að verkalýðsviðburði og hlaut Stephan E. Sjö mánaða skilorðsbundinn dóm vegna þessa. Stephan E var svo að lokum handtekinn á heimili sínu árla laugardagsmorguns. Yfirvöld hafa greint frá því að DNA sem fannst á fatnaði Lübcke hafi gefið þeim vísbendingu um að Stephan væri maðurinn sem leitað væri að. Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. 9. júní 2019 15:50 Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi. Guardian greinir frá. Walter Lübcke, sem gegndi stöðu ríkisstjóra Hesse í Þýskalandi og var flokksbróðir Angelu Merkel, Þýskalandskeisara, fannst látinn fyrir utan heimili sitt 2. júní síðastliðinn. Banamein hans var byssuskot í höfuðið af stuttu færi en sjálfsvíg var eftir stutta athugun útilokað. Lübcke var þekktur fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum og þótti hann vera mikill andstæðingur öfga-hægri hópa og hópa sem ala á hatri á innflytjendum. Þýska lögreglan telur að sá handtekni, sem nefndur er Stephan E., samkvæmt þýskri hefð um umfjöllun um grunaða glæpamenn, sé tengdur inn í Hesse-deild öfgahægri NPD flokksins ásamt því að hafa verið í samskiptum við herskáan hóp sem ber nafnið Combat 18. Talan 18 í nafni hópsins vísar til fyrsta og áttunda stafs stafrófsins, upphafsstafa Adolfs Hitler. Stephan E. Hlaut árið 1993 fangelsisdóm vegna tilraunar hans til að koma fyrir rörasprengju í brennandi bíl fyrir utan athvarf fyrir hælisleitendur í bænum Hohenstein-Steckenroth. Íbúum athvarfsins tókst hins vegar að slökkva eldinn í bílnum og koma í veg fyrir sprengingu. Sextán árum síðar var hann handtekinn í München vegna þáttöku í hópi öfgahægrimanna sem réðust að verkalýðsviðburði og hlaut Stephan E. Sjö mánaða skilorðsbundinn dóm vegna þessa. Stephan E var svo að lokum handtekinn á heimili sínu árla laugardagsmorguns. Yfirvöld hafa greint frá því að DNA sem fannst á fatnaði Lübcke hafi gefið þeim vísbendingu um að Stephan væri maðurinn sem leitað væri að.
Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. 9. júní 2019 15:50 Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. 9. júní 2019 15:50
Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43