Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2019 15:50 Lübcke fannst myrtur fyrir utan heimili sitt 2. júní. Getty/EPA Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Lübcke, sem var ríkisstjóri Hessen ríkis í miðju Þýskalandi og er hann flokksbróðir Angelu Merkel í Kristilega demókrataflokkinum (CDU), fannst látinn á veröndinni fyrir utan heimili sitt af sökum byssuskots í höfuðið. Hann lést þann 2. júní í smábænum Istha nærri Kassel. Á laugardaginn var maður handtekinn til „bráðabirgða“ vegna upplýsinga sem fundust í farsíma Lübcke en hann var leystur úr haldi snemma í morgun. „Yfirheyrslurnar afhjúpuðu engar upplýsingar sem benda til sektar hans,“ sagði talsmaður lögreglu. Rannsóknarlögreglumenn hafa neitað þeim getgátum sem upprunalega komu fram í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung að maðurinn sem var handtekinn hafi verið ungur maður sem hafi átt í „persónulegu sambandi“ við Lübcke. Lögregla hefur biðlað til allra þeirra sem voru á bjórhátíð í Istha þetta sama kvöld, sem haldið var nálægt heimili Lübcke um að hafa samband við lögreglu. Um kvöldið höfðu stjórnmálamaðurinn, sem var 65 ára gamall, og kona hans verið að passa eins árs gamalt barnabarn sitt á meðan faðir barnsins var á hátíðinni nálægt heimilinu. Lübcke er sagður hafa farið út að reykja rétt eftir miðnætti eftir að hinir í fjölskyldunni voru farnir að sofa. Þegar sonur hans kom heim af hátíðinni kl. 00:30 fann hann lík föður síns á veröndinni.Ekkert bendir til að morðið sé stjórnmálatengt Lübcke hefur verið í stjórnmálum fyrir CDU flokkinn í héraðinu í meira en 30 ár og hefur verið lýst af fjölmiðlum sem vinsælum stjórnmálamanni hjá flestum, sama hvar í stjórnmálum þeir standa. Árið 2015 olli hann mikilli reiði hjá öfga-hægri mönnum þegar hann studdi ákvörðun Merkel um að loka ekki landamærum Þýskalands þegar flóttamannavandinn var sem mestur í Evrópu. Á opinberum fundi í október 2015, sem hópur meðlima and-múslímska hópsins Pegida, dró Lübcke línu í sandinn þegar hann sagði: „Maður verður að standa með sínum gildum. Og ef þið deilið ekki þeim gildum er öllum frjálst að yfirgefa landið ef þeir eru ósammála.“ Eftir að hann lét þessi ummæli falla bárust honum morðhótanir og var heimilisfang hans birt á öfga-hægri blogg síðunni PI News. Myndskeið af ummælum hans var dreift að nýju af bloggurunum í febrúar á þessu ári. Öfga-hægri aðgangar á samfélagsmiðlum fögnuðu andláti Lübcke eftir að fréttir um það birtust, sem var gagnrýnt af fólki sama hvar í stjórnmálum það stóð. „Ef einhver er svona hataður bara vegna þess að hann hefur frjálslyndar skoðanir markar það rýrnun siðferði mannkynsins,“ sagði Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands í samtali við dagblaðið Tagesspiegel. Rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja engin sönnunargögn benda til þess að morðið hafi verið vegna pólitíkur Lübcke. Þýskaland Tengdar fréttir Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Lübcke, sem var ríkisstjóri Hessen ríkis í miðju Þýskalandi og er hann flokksbróðir Angelu Merkel í Kristilega demókrataflokkinum (CDU), fannst látinn á veröndinni fyrir utan heimili sitt af sökum byssuskots í höfuðið. Hann lést þann 2. júní í smábænum Istha nærri Kassel. Á laugardaginn var maður handtekinn til „bráðabirgða“ vegna upplýsinga sem fundust í farsíma Lübcke en hann var leystur úr haldi snemma í morgun. „Yfirheyrslurnar afhjúpuðu engar upplýsingar sem benda til sektar hans,“ sagði talsmaður lögreglu. Rannsóknarlögreglumenn hafa neitað þeim getgátum sem upprunalega komu fram í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung að maðurinn sem var handtekinn hafi verið ungur maður sem hafi átt í „persónulegu sambandi“ við Lübcke. Lögregla hefur biðlað til allra þeirra sem voru á bjórhátíð í Istha þetta sama kvöld, sem haldið var nálægt heimili Lübcke um að hafa samband við lögreglu. Um kvöldið höfðu stjórnmálamaðurinn, sem var 65 ára gamall, og kona hans verið að passa eins árs gamalt barnabarn sitt á meðan faðir barnsins var á hátíðinni nálægt heimilinu. Lübcke er sagður hafa farið út að reykja rétt eftir miðnætti eftir að hinir í fjölskyldunni voru farnir að sofa. Þegar sonur hans kom heim af hátíðinni kl. 00:30 fann hann lík föður síns á veröndinni.Ekkert bendir til að morðið sé stjórnmálatengt Lübcke hefur verið í stjórnmálum fyrir CDU flokkinn í héraðinu í meira en 30 ár og hefur verið lýst af fjölmiðlum sem vinsælum stjórnmálamanni hjá flestum, sama hvar í stjórnmálum þeir standa. Árið 2015 olli hann mikilli reiði hjá öfga-hægri mönnum þegar hann studdi ákvörðun Merkel um að loka ekki landamærum Þýskalands þegar flóttamannavandinn var sem mestur í Evrópu. Á opinberum fundi í október 2015, sem hópur meðlima and-múslímska hópsins Pegida, dró Lübcke línu í sandinn þegar hann sagði: „Maður verður að standa með sínum gildum. Og ef þið deilið ekki þeim gildum er öllum frjálst að yfirgefa landið ef þeir eru ósammála.“ Eftir að hann lét þessi ummæli falla bárust honum morðhótanir og var heimilisfang hans birt á öfga-hægri blogg síðunni PI News. Myndskeið af ummælum hans var dreift að nýju af bloggurunum í febrúar á þessu ári. Öfga-hægri aðgangar á samfélagsmiðlum fögnuðu andláti Lübcke eftir að fréttir um það birtust, sem var gagnrýnt af fólki sama hvar í stjórnmálum það stóð. „Ef einhver er svona hataður bara vegna þess að hann hefur frjálslyndar skoðanir markar það rýrnun siðferði mannkynsins,“ sagði Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands í samtali við dagblaðið Tagesspiegel. Rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja engin sönnunargögn benda til þess að morðið hafi verið vegna pólitíkur Lübcke.
Þýskaland Tengdar fréttir Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43