Grunaður morðingi Lübcke tengdur inn í öfga-hægri hópa Andri Eysteinsson skrifar 17. júní 2019 19:31 Þýska lögreglan á vettvangi glæps. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Johannes Simon Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi. Guardian greinir frá. Walter Lübcke, sem gegndi stöðu ríkisstjóra Hesse í Þýskalandi og var flokksbróðir Angelu Merkel, Þýskalandskeisara, fannst látinn fyrir utan heimili sitt 2. júní síðastliðinn. Banamein hans var byssuskot í höfuðið af stuttu færi en sjálfsvíg var eftir stutta athugun útilokað. Lübcke var þekktur fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum og þótti hann vera mikill andstæðingur öfga-hægri hópa og hópa sem ala á hatri á innflytjendum. Þýska lögreglan telur að sá handtekni, sem nefndur er Stephan E., samkvæmt þýskri hefð um umfjöllun um grunaða glæpamenn, sé tengdur inn í Hesse-deild öfgahægri NPD flokksins ásamt því að hafa verið í samskiptum við herskáan hóp sem ber nafnið Combat 18. Talan 18 í nafni hópsins vísar til fyrsta og áttunda stafs stafrófsins, upphafsstafa Adolfs Hitler. Stephan E. Hlaut árið 1993 fangelsisdóm vegna tilraunar hans til að koma fyrir rörasprengju í brennandi bíl fyrir utan athvarf fyrir hælisleitendur í bænum Hohenstein-Steckenroth. Íbúum athvarfsins tókst hins vegar að slökkva eldinn í bílnum og koma í veg fyrir sprengingu. Sextán árum síðar var hann handtekinn í München vegna þáttöku í hópi öfgahægrimanna sem réðust að verkalýðsviðburði og hlaut Stephan E. Sjö mánaða skilorðsbundinn dóm vegna þessa. Stephan E var svo að lokum handtekinn á heimili sínu árla laugardagsmorguns. Yfirvöld hafa greint frá því að DNA sem fannst á fatnaði Lübcke hafi gefið þeim vísbendingu um að Stephan væri maðurinn sem leitað væri að. Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. 9. júní 2019 15:50 Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi. Guardian greinir frá. Walter Lübcke, sem gegndi stöðu ríkisstjóra Hesse í Þýskalandi og var flokksbróðir Angelu Merkel, Þýskalandskeisara, fannst látinn fyrir utan heimili sitt 2. júní síðastliðinn. Banamein hans var byssuskot í höfuðið af stuttu færi en sjálfsvíg var eftir stutta athugun útilokað. Lübcke var þekktur fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum og þótti hann vera mikill andstæðingur öfga-hægri hópa og hópa sem ala á hatri á innflytjendum. Þýska lögreglan telur að sá handtekni, sem nefndur er Stephan E., samkvæmt þýskri hefð um umfjöllun um grunaða glæpamenn, sé tengdur inn í Hesse-deild öfgahægri NPD flokksins ásamt því að hafa verið í samskiptum við herskáan hóp sem ber nafnið Combat 18. Talan 18 í nafni hópsins vísar til fyrsta og áttunda stafs stafrófsins, upphafsstafa Adolfs Hitler. Stephan E. Hlaut árið 1993 fangelsisdóm vegna tilraunar hans til að koma fyrir rörasprengju í brennandi bíl fyrir utan athvarf fyrir hælisleitendur í bænum Hohenstein-Steckenroth. Íbúum athvarfsins tókst hins vegar að slökkva eldinn í bílnum og koma í veg fyrir sprengingu. Sextán árum síðar var hann handtekinn í München vegna þáttöku í hópi öfgahægrimanna sem réðust að verkalýðsviðburði og hlaut Stephan E. Sjö mánaða skilorðsbundinn dóm vegna þessa. Stephan E var svo að lokum handtekinn á heimili sínu árla laugardagsmorguns. Yfirvöld hafa greint frá því að DNA sem fannst á fatnaði Lübcke hafi gefið þeim vísbendingu um að Stephan væri maðurinn sem leitað væri að.
Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. 9. júní 2019 15:50 Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. 9. júní 2019 15:50
Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43