Enski boltinn

Skoraði á Laugardalsvelli og er nú orðaður við Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Toköz í kapphlaupi við Jón Daða Böðvarsson á Laugardalsvelli
Toköz í kapphlaupi við Jón Daða Böðvarsson á Laugardalsvelli vísir/daníel

Liverpool fylgist náið með tyrkneska miðjumanninum Dorukhan Toköz hjá Besiktas og undirbúa tilboð í hann samkvæmt því sem fram kemur í erlendum fjölmiðlum í dag.

Tyrkneski miðillinn Fotomac segir Liverpool fylgjast með Toköz en Jurgen Klopp fær samkeppni frá Udinese um 23 ára miðjumanninn.

Ítalska félagið á að hafa boðið 7 milljónir evra í leikmanninn en Besiktas vill fá 10 milljónir punda fyrir hann.

Gurler Akgun, sérfræðingur BeIN Sports í málum Besiktas, segir Liverpool undirbúa tilboð í tyrkneska landsliðsmanninn.

Toköz hefur verið hjá Besiktas síðan í fyrra en hann byrjaði meistaraflokksferil sinn hjá uppeldisfélaginu Eskisehirspor.

Hann tók sín fyrstu spor með tyrkneska A-landsliðinu í leik í undankeppni EM gegn Albaníu í mars og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á Laugardalsvelli fyrir viku síðan þegar hann gerði eina mark Tyrkja í 2-1 sigri Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.