Enski boltinn

Gerrard hefur engan áhuga á að taka við af Lampard

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gerrard og Lampard spiluðu saman í enska landsliðinu í fjölda ára. Þeir eru nú báðir farnir að skapa sér gott orð sem knattspyrnustjórar
Gerrard og Lampard spiluðu saman í enska landsliðinu í fjölda ára. Þeir eru nú báðir farnir að skapa sér gott orð sem knattspyrnustjórar vísir/getty

Steven Gerrard vill ekki taka við Derby County ef Frank Lampard verður knattspyrnustjóri Chelsea. Hann er einbeittur á að halda áfram starfi sínu hjá Rangers.

The Times greinir frá því að Derby County sé á fullu að gera varaáætlanir fari svo að Lampard snúi aftur á sinn gamla heimavöll sem knattspyrnustjóri.

Einn af þeim sem kom til greina í stjórastöðuna á Pride Park var fyrrum Liverpool-maðurinn Gerrard. Gerrard hafnaði hins vegar tilraunum Derby til þess að setjast niður og ræða málin.

Gerrard heillaði marga á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri og ætlar ekki að yfirgefa Rangers. Hann gerði fjögurra ára samning við skoska félagið þegar hann tók við síðasta sumar.

Derby virðist hafa sætt sig við þá staðreynd að geri Chelsea formlegt boð í Lampard muni félagið missa stjórann sinn samkvæmt frétt Times. Annar varakostur fyrir Derby er John Terry, sem er í þjálfarateymi Aston Villa, en Terry vill líklega vera áfram hjá Villa nú þegar félagið er komið í úrvalsdeildina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.