Hannes: Stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig Anton Ingi Leifsson skrifar 19. júní 2019 22:07 Hannes í marki Vals fyrr í sumar. vísir/bára Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, segir að umræða um fjarveru hans í leik Vals gegn ÍBV á dögunum hafi vegið að æru sinni. Hannes ræddi við fjölmiðla eftir 3-2 tap Vals gegn KR í kvöld þar sem Íslandsmeistararnir köstuðu frá sér 2-0 forystu en Valur hefur tapað sex af fyrstu níu leikjum liðsins í deildinni. Hannes var ekki í markinu hjá Val um helgina en hann var meiddur á læri. Þess í stað var hann í brúðkaupi Gylfa Sigurðssonar á Ítalíu og hefur fátt annað verið rætt en hvort að Hannes hafi verið meiddur yfir höfuð. Hann svaraði fyrir þetta í kvöld. „Það stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig. Ég get lofað ykkur því. Ég verð nú bara fá að segja nokkur orð um þetta mál,“ sagði Hannes í samtali við Fótbolta.net.Fram kom í DV í dag að Hjörvar Hafliðason sparkspekingur hefði upplýsingar um að Hannes væri með klausu í samningi sínum við Val um að fá að fara í brúðkaupið hjá Alxöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa um helgina. Hannes segir það af og frá. „Ég meiddist í landsleiknum og það er staðreynd. Ég get gefið ykkur númer hjá öllum læknum og sjúkraþjálfurum ef þið viljið fá nánari staðfestingu á því.“ „Mer finnst helvíti ódýrt að það sé reynt að gera þessa stuttu ferð mína til Ítalíu tortryggilega með öllum mögulegum aðferðum, í æsifréttastíl, þegar ég hefði ekki einu sinni getað tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.“ „Ég get ekki orða bundist þegar ég sit undir því að ég sé að snúa baki við liðsfélögunum, ég sé að setja Óla Jó í erfiða stöðu, ég sé að gera lítið úr deildinni, ég sé að gera lítið úr félaginu mínu og að þurfa að hlusta á hlægilegar pælingar hvort Óli sé að testa hug minn og staðfestu til félagsins.“ „Í ljósi aðstæðna hvatti Óli mig til þess að fara, bað mig um að skila kveðju til Gylfa og óskaði mér góðrar skemmtunar. Ég er ekki sáttur við þessa umræðu og þarf aðeins að hugsa, því ég ætla að velja orðin mín rétt.“ „Ég myndi aldrei gera mér upp meiðsli til þess að sleppa leik og þessi umræða hefur vegið að æru minni sem íþróttamanni og hún er óásættanleg.“ Viðtalið rosalega má sjá í heild sinni hér. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í erfiða stöðu Hannes Þór Halldórsson setti Ólaf Jóhannesson og Val í mjög erfiða stöðu með því að fara til Ítalíu í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar að mati sérfræðinga Pepsi Max Markanna. 17. júní 2019 08:00 Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar. 13. júní 2019 16:18 Segja að Hannes verði í markinu gegn KR í kvöld Það er risaleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er KR tekur á móti Valsmönnum. Hannes Þór Halldórsson er sagður snúa aftur í mark Vals eftir góða helgi við Como-vatnið á Ítalíu. 19. júní 2019 12:45 Óli Jóh: „Hef ekki hugmynd hvenær Hannes tognaði“ Ólafur Jóhannesson segist ekki vita hvenær Hannes Þór Halldórsson hafi tognað, en Hannes var ekki með Val gegn ÍBV í kvöld heldur er hann á Ítalíu. 15. júní 2019 20:34 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, segir að umræða um fjarveru hans í leik Vals gegn ÍBV á dögunum hafi vegið að æru sinni. Hannes ræddi við fjölmiðla eftir 3-2 tap Vals gegn KR í kvöld þar sem Íslandsmeistararnir köstuðu frá sér 2-0 forystu en Valur hefur tapað sex af fyrstu níu leikjum liðsins í deildinni. Hannes var ekki í markinu hjá Val um helgina en hann var meiddur á læri. Þess í stað var hann í brúðkaupi Gylfa Sigurðssonar á Ítalíu og hefur fátt annað verið rætt en hvort að Hannes hafi verið meiddur yfir höfuð. Hann svaraði fyrir þetta í kvöld. „Það stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig. Ég get lofað ykkur því. Ég verð nú bara fá að segja nokkur orð um þetta mál,“ sagði Hannes í samtali við Fótbolta.net.Fram kom í DV í dag að Hjörvar Hafliðason sparkspekingur hefði upplýsingar um að Hannes væri með klausu í samningi sínum við Val um að fá að fara í brúðkaupið hjá Alxöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa um helgina. Hannes segir það af og frá. „Ég meiddist í landsleiknum og það er staðreynd. Ég get gefið ykkur númer hjá öllum læknum og sjúkraþjálfurum ef þið viljið fá nánari staðfestingu á því.“ „Mer finnst helvíti ódýrt að það sé reynt að gera þessa stuttu ferð mína til Ítalíu tortryggilega með öllum mögulegum aðferðum, í æsifréttastíl, þegar ég hefði ekki einu sinni getað tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.“ „Ég get ekki orða bundist þegar ég sit undir því að ég sé að snúa baki við liðsfélögunum, ég sé að setja Óla Jó í erfiða stöðu, ég sé að gera lítið úr deildinni, ég sé að gera lítið úr félaginu mínu og að þurfa að hlusta á hlægilegar pælingar hvort Óli sé að testa hug minn og staðfestu til félagsins.“ „Í ljósi aðstæðna hvatti Óli mig til þess að fara, bað mig um að skila kveðju til Gylfa og óskaði mér góðrar skemmtunar. Ég er ekki sáttur við þessa umræðu og þarf aðeins að hugsa, því ég ætla að velja orðin mín rétt.“ „Ég myndi aldrei gera mér upp meiðsli til þess að sleppa leik og þessi umræða hefur vegið að æru minni sem íþróttamanni og hún er óásættanleg.“ Viðtalið rosalega má sjá í heild sinni hér.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í erfiða stöðu Hannes Þór Halldórsson setti Ólaf Jóhannesson og Val í mjög erfiða stöðu með því að fara til Ítalíu í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar að mati sérfræðinga Pepsi Max Markanna. 17. júní 2019 08:00 Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar. 13. júní 2019 16:18 Segja að Hannes verði í markinu gegn KR í kvöld Það er risaleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er KR tekur á móti Valsmönnum. Hannes Þór Halldórsson er sagður snúa aftur í mark Vals eftir góða helgi við Como-vatnið á Ítalíu. 19. júní 2019 12:45 Óli Jóh: „Hef ekki hugmynd hvenær Hannes tognaði“ Ólafur Jóhannesson segist ekki vita hvenær Hannes Þór Halldórsson hafi tognað, en Hannes var ekki með Val gegn ÍBV í kvöld heldur er hann á Ítalíu. 15. júní 2019 20:34 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í erfiða stöðu Hannes Þór Halldórsson setti Ólaf Jóhannesson og Val í mjög erfiða stöðu með því að fara til Ítalíu í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar að mati sérfræðinga Pepsi Max Markanna. 17. júní 2019 08:00
Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar. 13. júní 2019 16:18
Segja að Hannes verði í markinu gegn KR í kvöld Það er risaleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er KR tekur á móti Valsmönnum. Hannes Þór Halldórsson er sagður snúa aftur í mark Vals eftir góða helgi við Como-vatnið á Ítalíu. 19. júní 2019 12:45
Óli Jóh: „Hef ekki hugmynd hvenær Hannes tognaði“ Ólafur Jóhannesson segist ekki vita hvenær Hannes Þór Halldórsson hafi tognað, en Hannes var ekki með Val gegn ÍBV í kvöld heldur er hann á Ítalíu. 15. júní 2019 20:34