Íslenski boltinn

Segja að Hannes verði í markinu gegn KR í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hannes Þór er sagður vera klár í bátana.
Hannes Þór er sagður vera klár í bátana. vísir/vilhelm
Það er risaleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er KR tekur á móti Valsmönnum. Hannes Þór Halldórsson er sagður snúa aftur í mark Vals eftir góða helgi við Como-vatnið á Ítalíu.

Það er fótbolti.net sem segist hafa heimildir fyrir því að Hannes verði í marki Vals á sínum gamla heimavelli í kvöld.

Hannes Þór fékk leyfi til þess að fara í brúðkaup landsliðsfélaga síns, Gylfa Þórs Sigurðssonar, um nýliðna helgi á Ítalíu þar sem hann var að jafna sig af meiðslum.

Hann meiddist í upphitun fyrir landsleik Íslands og Tyrklands. Markvörðurinn náði þó að spila þann mikilvæga leik en missti af stórsigri Vals um síðustu helgi gegn ÍBV.

Þá stóð Anton Ari Einarsson á milli stanganna en hann er sagður þurfa að víkja þar sem Hannes sé orðinn heill heilsu á nýjan leik en hann sagði við fótbolta.net að þetta hefði verið fyrsta gráðu tognun í litlum vöðva aftan í lærinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×