Íslenski boltinn

Segja að Hannes verði í markinu gegn KR í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hannes Þór er sagður vera klár í bátana.
Hannes Þór er sagður vera klár í bátana. vísir/vilhelm

Það er risaleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er KR tekur á móti Valsmönnum. Hannes Þór Halldórsson er sagður snúa aftur í mark Vals eftir góða helgi við Como-vatnið á Ítalíu.

Það er fótbolti.net sem segist hafa heimildir fyrir því að Hannes verði í marki Vals á sínum gamla heimavelli í kvöld.

Hannes Þór fékk leyfi til þess að fara í brúðkaup landsliðsfélaga síns, Gylfa Þórs Sigurðssonar, um nýliðna helgi á Ítalíu þar sem hann var að jafna sig af meiðslum.

Hann meiddist í upphitun fyrir landsleik Íslands og Tyrklands. Markvörðurinn náði þó að spila þann mikilvæga leik en missti af stórsigri Vals um síðustu helgi gegn ÍBV.

Þá stóð Anton Ari Einarsson á milli stanganna en hann er sagður þurfa að víkja þar sem Hannes sé orðinn heill heilsu á nýjan leik en hann sagði við fótbolta.net að þetta hefði verið fyrsta gráðu tognun í litlum vöðva aftan í lærinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.