Íslenski boltinn

Óli Jóh: „Hef ekki hugmynd hvenær Hannes tognaði“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hannes Þór Halldórsson spilaði allan leikinn við Tyrki þrátt fyrir að hafa meiðst í upphitun.
Hannes Þór Halldórsson spilaði allan leikinn við Tyrki þrátt fyrir að hafa meiðst í upphitun. vísir/daníel
Ólafur Jóhannesson segist ekki vita hvenær Hannes Þór Halldórsson hafi tognað, en Hannes var ekki með Val gegn ÍBV í kvöld heldur er hann á Ítalíu.Fjöldi landsliðsmanna er um þessar stundir við Como vatn á Ítalíu þar sem Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir ganga í það heilaga.Hannes var á meðal þeirra sem fengu boð í brúðkaupið en ætlaði ekki að mæta þar sem hann átti leik með Val í Pepsi Max deildinni. Í vikunni bárust hins vegar fréttir af því að Hannes sagðist hafa meiðst í upphitun fyrir leik Íslands og Tyrklands á þriðjudag.Landsliðsmarkvörðurinn sagðist því ekki geta spilað leikinn og að Ólafur hafi gefið honum frí og grænt ljós á að fara til Ítalíu og vera viðstaddur brúðkaupið.Eftir 5-1 sigur Vals á ÍBV í kvöld var Ólafur spurður út í málið.„Ég hef ekki hugmynd hvenær hann tognaði,“ sagði Ólafur við Víking Goða Sigurðarson eftir leikinn og var ekki spenntur fyrir því að ræða þetta mál.„Ég þekki ekki hvernig svona mál ganga fyrir sig því miður,“ sagði Ólafur spurður út í það hvort það væri ekki betra að jafna sig á meiðslunum heima á Íslandi frekar en að fara í frí.


Tengdar fréttir

Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV

Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.