Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Þetta var ekki boðleg frammistaða hjá FH

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, hefur mikið talað um álagið.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, hefur mikið talað um álagið. vísir/bára
FH-ingar brotlentu á Kópavogsvelli í gær eftir að hafa flogið hátt síðustu misseri. Fimleikafélagið hefur engan veginn fundið sig á útivelli.

„Vandamálið er að þeir hafa enn ekki unnið leik á útivelli. Þessi leikur gegn Blikum var ekki boðlegur fyrir stuðningsmenn FH og leikmenn FH vita það vel,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna, harðorður.

„Kannski er einhver þreyta í FH-liðinu. Það er sama álag á báðum liðum en kannski skiptir það máli að þjálfari FH hefur verið að tala um þreytuna en þjálfari Blika hefur algjörlega sleppt því. Það er aldrei góðs viti að tala um að það sé mikið álag og menn séu þreyttir.“

Sjá má umræðuna hér að neðan.



Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um FH

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×