Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Valsmenn voru farnir að anda með afturendanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Máni gaf ekki mikið fyrir úthald Valsmanna.
Máni gaf ekki mikið fyrir úthald Valsmanna.
Íslandsmeistarar Vals verma botnsætið í Pepsi Max-deild karla þegar sjö umferðum er lokið í deildinni. Pepsi Max-mörkin rýndu í vandræði Valsmanna í gær.

„Það eru of margir leikmenn Valsliðsins sem eru ekki komnir í 100 prósent stand. Maður hefur mestar áhyggjur af því að á lokamínútum leiksins voru Valsmennirnir farnir að anda með rassgatinu leit út fyrir að vera. Það er ekki vænlegt til árangurs,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Pepsi Max-markanna.

Menn velta eðlilega fyrir sér stöðu þjálfarans Ólafs Jóhannessonar eftir svona svakalega lélega byrjun á Íslandsmótinu. Árið 1995 steig hann frá borði sem þjálfari FH er hvorki gekk né rak.

„Óli Jóh er ekki búinn að tapa klefanum á Hlíðarenda en hann átti mjög lélegan leikmannaglugga. Það er auðvitað á hans ábyrgð.“

Sjá má umræðuna um Valsmenn hér að neðan.



Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Valsmenn

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×