Íslenski boltinn

Lét óviðeigandi ummæli falla í beinni: „Gerðist sekur um hrapallegt dómgreindarleysi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björgvin í leik með KR síðasta sumar.
Björgvin í leik með KR síðasta sumar. vísir/ernir

Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, baðst í kvöld afsökunar á ummælum sínum sem hann lét falla er hann lýsti leik Hauka og Þróttar í Inkasso-deild karla.

Björgvin lýsti leiknum hjá sínum gömlu félögum á Youtube-rás Hauka en Björgvin er fæddur og uppalinn á Ásvöllum. Þar lét hann falla afar óviðeigandi ummæli.

„Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin eftir að þeir Archange Nkumu og Arnar Aðalgeirsson lentu saman.

Leiknum lauk með 4-2 sigri Þróttara á Ásvöllum en Björgvin var fljótur til og baðst afsökunar á ummæli sínum eftir að netverjar byrjuðu að ræða ummælin.

Þar segir Björgvin að hann hafi gerst sekan um hraparlegt dómgreindarleysi og harmi þessi heimskulegu ummæli sín. Þau lýsa ekki afstöðu hans í garð þeirra sem eru dökkir á hörund.

Haukar birtu svo fréttatilkynningu nú undir kvöld á samskiptamiðlum sínum þar sem þeir báðust afsökunar á ummæli Björvins sem leikur nú með KR.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.