Íslenski boltinn

Lét óviðeigandi ummæli falla í beinni: „Gerðist sekur um hrapallegt dómgreindarleysi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björgvin í leik með KR síðasta sumar.
Björgvin í leik með KR síðasta sumar. vísir/ernir
Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, baðst í kvöld afsökunar á ummælum sínum sem hann lét falla er hann lýsti leik Hauka og Þróttar í Inkasso-deild karla.Björgvin lýsti leiknum hjá sínum gömlu félögum á Youtube-rás Hauka en Björgvin er fæddur og uppalinn á Ásvöllum. Þar lét hann falla afar óviðeigandi ummæli.„Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin eftir að þeir Archange Nkumu og Arnar Aðalgeirsson lentu saman.Leiknum lauk með 4-2 sigri Þróttara á Ásvöllum en Björgvin var fljótur til og baðst afsökunar á ummæli sínum eftir að netverjar byrjuðu að ræða ummælin.Þar segir Björgvin að hann hafi gerst sekan um hraparlegt dómgreindarleysi og harmi þessi heimskulegu ummæli sín. Þau lýsa ekki afstöðu hans í garð þeirra sem eru dökkir á hörund.Haukar birtu svo fréttatilkynningu nú undir kvöld á samskiptamiðlum sínum þar sem þeir báðust afsökunar á ummæli Björvins sem leikur nú með KR.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.