Erlent

Metfjöldi reynir nú að sigra Everest

Atli Ísleifsson skrifar
Tímabilið þar sem fjallgöngumenn reyna að komast á tind Everest stendur yfir þessar vikurnar þegar veðurskilyrði eru hagstæðust.
Tímabilið þar sem fjallgöngumenn reyna að komast á tind Everest stendur yfir þessar vikurnar þegar veðurskilyrði eru hagstæðust. Getty
Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ætlað sér að gera tilraun til að komast á sjálfan tindinn og í ár.Tímabilið þar sem fjallgöngumenn reyna að komast á tind Everest stendur yfir þessar vikurnar þegar veðurskilyrði eru hagstæðust, en því lýkur jafnan í lok maí eða byrjun júní.Yfirvöld í Nepal hafa í ár veitt 378 leyfi til að klífa fjallið og er því ljóst að metið frá 2017 er fallið þegar 373 leyfi voru veitt til fjallföngufólks. Séu leiðsögumenn taldir með má því reikna með að um 750 manns komi til með að reyna að ná toppnum. Auk þeirra munu um 140 manns reyna að komast á toppinn úr norðri, eða frá Tíbet.Þrýst hefur verið á nepölsk yfirvöld að íhuga að takmarka umferðina á fjallið þannig að auka megi öryggi. Áætlað er að um hálfur milljarður króna hafi skilað sér í nepalskan ríkissjóð vegna leyfanna.Alls fórust fimm manns á síðasta ári þar sem þeir reyndu að komast á topp Everest.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.