Erlent

Hafa tínt þrjú tonn af rusli á E­verest-fjalli

Atli Ísleifsson skrifar
Ruslatínslumennirnir halda allt upp í fjórðu búðir sem eru í 7.950 metra hæð, í leit sinni að rusli.
Ruslatínslumennirnir halda allt upp í fjórðu búðir sem eru í 7.950 metra hæð, í leit sinni að rusli. Getty
Sérstakt ruslatínsluteymi nepalskra stjórnvalda hefur á síðustu dögum tínt um þrjú tonn af rusli í hlíðum hæsta fjalls heims, Everest. Gríðarlegt magn rusls er að finna á fjallinu eftir veru fjallgöngufólks þar síðustu áratugina.Nepölsk stjórnvöld sendu í vor fjórtán manna teymi á vettvang til að tína upp rusl á fjallinu og það sem af er hefur tínst um þrjú tonn af rugli – niðursuðudósum, flöskum, plasti, ónýtum búnaði og fleiru.„Ruslatínsluátakið mun standa næstu árin til að gera hæsta fjall heims hreint á ný. Það er okkar skylda að hafa fjöllin okkar hrein,“ segir Dandu Raj Ghimire, yfirmaður ferðamála í Nepal.Mengun á og við Everest hefur aukist mikið síðustu árin þar sem fólk hefur ekki einungis skilið eftir rusl, heldur einnig flúrljómandi tjöld, tóma gasgkúta og mannlegan úrgang.Átakið hófst þann 14. apríl er ætlað að standa í 45 daga. Teymið hefur sett sér það markmið að safna tíu tonn af rusli. Átakið fer fram á sama tíma og þeir fjallgöngumenn sem ætla sér að ná tindinum gera tilraunir sínar.Ruslatínslumennirnir halda allt upp í fjórðu búðir sem eru í 7.950 metra hæð, í leit sinni að rusli. Hlýnun hefur leitt til þess að fjöldi líkamsleifa fjallgöngufólks, sem reyndu að ná tindinum, hafa litið dagsins ljós á ný hlíðum fjallsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.