Erlent

Fundust látin með lásboga í hendi

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Við bakka Ilz ár.
Við bakka Ilz ár. Getty/Werner OTTO

Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi rannsakar mál vegna fundar þriggja líka á hótelherbergi, sem höfðu orðið fyrir örvum lásboga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Inni á hótelherberginu fundust tveir lásbogar. Ekki er þekkt hvernig fórnarlömbin þrjú tengjast, en það voru maður á fimmtugsaldri og tvær konur í kring um þrítugt.

Hótelið stendur við bakka Ilz árinnar, við útjarða Passau borgar nærri landamærunum við Austurríki.

Lögregla segir engin sönnunargögn benda til þess að annar einstaklingur hafi haft aðild dauðsföllunum.

Gestur á hótelinu sagði bæjarblaðinu Passaier Neue Presse að nóttin hafi verið alveg friðsæl.

Forstöðumaður hótelsins sagði að hin þrjú látnu, sem öll voru þýsk, hafi ætlað að vera á hótelinu í þrjár nætur en hafi ekki pantað sér morgunmat.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.